Real Madríd talið líklegast til að vinna Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 23:30 Leikmenn Real fagna í úrslitaleiknum síðasta vor. EPA-EFE/YOAN VALAT Tölfræðiveitan Gracenote telur líklegast að Real Madríd vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla á þessari leiktíð og verji þar með titil sinn. Samkvæmt útreikningum veitunnar eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira