Hey pabbi, staldraðu við Tryggvi Þór Kristjánsson skrifar 9. september 2022 11:00 Til hamingju með að vera pabbi. Hvort sem þú ert nýorðinn pabbi eða hefur verið lengi þá ertu örugglega búinn að átta þig á því að lífið verður aldrei eins og það var áður. „Áður“ er núna eitthvað allt annað líf. Þar var nægur svefn, nægur tími, reglulegar tómstundir og mjög líklega prívat tími á klósettinu. Svo breyttist allt. Núna eru klósettferðir liðsíþrótt, næturnar eru styttri, plássið í rúminu minna og þinn prívattími að miklu leyti farinn. Frelsið sem þú þekktir er fokið út í veður og vind en þú færð samt svo mikið í staðinn. En myndirðu vilja gamla lífið aftur? Föðurhlutverkið er stórkostleg gjöf. Því fylgir samt oft á tíðum mikið álag og óvissa. Hvert er okkar raunverulega hlutverk? Að sama skapi er þetta tímabil lífs þíns frábært tækifæri til sjálfsskoðunar. Ef við gefum okkur að hlutverk okkar sé að stuðla að velferð og hamingju barna okkar, þá er spurningin þessi: Getum við uppfyllt það hlutverk án þess að staldra við, líta aðeins inn á við og ef þörf krefur, að taka okkur sjálfa aðeins í gegn? Er skaðleg eða eitruð karlmennska til dæmis eitthvað sem þú þekkir úr þínum bakgrunni? Velferð barna og fjölskyldna er svo miklu meira en bara líkamlegar þarfir eins og fæða og skjól. Þú getur haft eins mikil áhrif til góðs og þú kærir þig um. En hvað er að vera góður pabbi og hvernig verður maður það? Hvernig tekstu á við hlutverkið þitt með þeim hætti að það styrki börnin þín, sjálfan þig og ef við á, parsambandið þitt? Svarið við þessu er að vera upplýstur um hvað er að gerast í kringum þig og leita þér þekkingar og leiða til að takast á við þær aðstæður sem þú ert kominn í. Þetta gerist ekki nema með að staldra við og vera meðvitaður. Hin leiðin er gamla góða sjálfstýringin, sem allir þekkja og hjálpar okkur að sigla í gegnum hvað sem gerist. Hún er nauðsynleg og virkar oft ansi vel, en hún veldur því líka að við bregðumst við aðstæðum eingöngu á þann veg sem við þekkjum og endurtökum þannig mynstur fyrri kynslóða, hvort sem þau eru holl eða skaðleg. Hvað er jákvæð sálfræði? Hafir þú áhuga á að staldra við, hreinsa beinagrindurnar út úr skápnum og færa fókusinn á hvernig þú getur náð góðum árangri í nýju hlutverki þá eru tól Jákvæðrar Sálfræði mjög góð leið til þess. Í stuttu máli er jákvæð sálfræði rannsóknarmiðuðu nálgun á hvernig fólk lifir lífi sínu farsællega og upplifir hamingju. Fókus sálfræðinnar sem fræðigreinar hefur í gegnum tíðina mest snúist um að meðhöndla sálræna kvilla og sjúkdóma. Rannsóknir innan velsældarvísinda hafa hins vegar reynt að færa fókusinn yfir á það hvernig flestir ná, þrátt fyrir allt, að vera hamingjusamir. Hinn neikvæði halli (e. Negativity bias) sem er lífeðlisfræðilega innbyggður í okkur öll er eitthvað sem vísindamenn á sviði jákvæðar sálfræði hafa komið auga á sem eitt það mikilvægasta sem takast þarf á við. Neikvæði hallinn er eiginleiki heilans okkar til að taka frekar eftir því sem aflaga fer, hinu neikvæða, og dvelja lengur í því. Þetta er einfaldlega innbyggt í okkur öll og því þarf meðvitund og verkfæri til að færa fókusinn í rétta átt. Tólin sem jákvæð sálfræði býður upp á til þessa eru margþætt og kallast oftast jákvæð inngrip. Ávinningurinn af notkun jákvæðra inngripa er vel rannsakaður á mörgum sviðum og sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aukið velsæld og bætt sálræna og líkamlega heilsu. Færum fókusinn, fyrir okkur og börnin Þessi skilningur á nauðsyn þess að færa fókusinn er fyrsta skrefið. Færa hann frá því sem aflaga fer yfir á hvernig hægt er að stuðla að velsæld. Ef vilji til þess er fyrir hendi þá opnast margir möguleikar. Hvað varðar barnið þá skipta tengsl í bernsku gríðarlega miklu máli. Allur tími sem þú eyðir í að vera með barninu þínu, vera nálægt, leika og tala við þau gerir nærveru þína að öruggu svæði fyrir þau. Tengslakenning Bowlby kennir okkur að hafi börn þetta öryggi þá verða þau mun óhræddari til að skoða heiminn, en forvitni þeirra til að gera einmitt það er mjög mikilæg fyrstu árin. Að hafa öryggi til að uppgötva og leika eykur jákvæðar tilfinningar þeirra, sem rannsóknir Fredrickson sýna fram á að ýta undir meðvitund barna og hjálpa þeim að byggja upp sín eigin verkfæri til að takast á við umhverfi sitt. En tilfinningar eru líka neikvæðar. Þær verðum við að bjóða velkomnar og veita börnum okkar það öryggi sem þau þurfa til að hleypa þeim út. Móttaka allra tilfinninga er mjög mikilvæg og hjálpar börnum við að stilla þær af þegar fram í sækir. Styrkleikamiðað uppeldi er eitthvað sem rímar mjög vel við jákvæða sálfræði. Rannsóknir Lea Waters sýna m.a. að styrkleikamiðuð sjálfsvinna skilar til lengri tíma betri heilsu, betri námsárangri, minni streitu og meiri hamingju, svo eitthvað sé nefnt. Þetta á við um alla aldurshópa og ekki síst börn. Styrkleikar barna koma fram á fyrstu árunum og sé hlúð að þeim þá hjálpar það þeim að taka stjórn á eigin lífi. Pabbaheilsa og sjálfsvinna Kröfurnar til okkar aukast þegar við stígum inn í föðurhlutverkið. Það er því mikilvægt að hlúa að okkur sjálfum líka í þessu nýja alltumlykjandi og oft streituvaldandi umhverfi. Góð leið til að halda sönsum er að passa upp á svefninn. Það er ekki einfalt, en takist það þá fer stresshormónið kortisól síður á flug en rannsóknir sýna að langvarandi of lítill svefn stóreykur framleiðslu kortisóls. Líkamlega heilsan þarf líka að vera í lagi. Þú ert örugglega ekki að fara að hafa jafnmikinn tíma í hana og því mikilvægt að finna einhverja hreyfingu eða áreynslu sem nærir þig og ekki væri nú verra ef hún gæti verið úti í náttúrunni. Að greina og vinna með styrkleika sína nærir mann. Á netinu eru hin ýmsu próf í boði frítt til að hefja þá vegferð, t.d. VIA prófið. Að viðhalda góðum tengslum er mikilvægt. Það er ekki bara fyrir börnin því margar stórar rannsóknir, t.d. Harvard Study of adult development, sýna að góð tengsl við vini og vandamenn í gegnum lífið hefur mjög jákvæð áhrif á heilsu, hamingju og langlífi. Þakklæti er frábært bjargráð til að ýta undir jákvæðar tilfinningar. Þar hafa eflaust margir heyrt minnst á æfinguna þrír góðir hlutir. Hún er mögnuð og orðin viðurkennd leið til að hjálpa heilanum að færa fókusinn frá hinu skekkta hugsanamynstri sem okkur er svo tamt að hafa. Núvitund er síðan ótrúleg leið til meðvitundar. Að vera í augnablikinu er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér í áreiti nútímans. Leikni til að læra nýja hluti og takast á við áskoranir er mikilvægur hluti af hamingju. Þar er verið að tala um svokallaða eudaimonic hamingju, en rannsóknir Carol Dweck um gróskuhugarfar (e. Growth mindset) staðfesta þetta. Hvaðan ertu að koma og hvert viltu fara? Verkfærin eru sannarlega til staðar til að takast á við þessa risaáskorun sem föðurhlutverkið er. Það eru engin tvö börn nákvæmlega eins og það eru engir tveir pabbar nákvæmlega eins. Í bland við gleðina og forréttindin að fá að vera pabbi þá mun gefa á bátinn og það munu koma upp erfiðleikar. Þú tekur allan farangur þinn með í verkefnið en það er þitt að ákveða hvað þú notar til að tækla það. Kæri pabbi, staldraðu við og finndu þína leið. Höfundur er faðir tveggja ungra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Til hamingju með að vera pabbi. Hvort sem þú ert nýorðinn pabbi eða hefur verið lengi þá ertu örugglega búinn að átta þig á því að lífið verður aldrei eins og það var áður. „Áður“ er núna eitthvað allt annað líf. Þar var nægur svefn, nægur tími, reglulegar tómstundir og mjög líklega prívat tími á klósettinu. Svo breyttist allt. Núna eru klósettferðir liðsíþrótt, næturnar eru styttri, plássið í rúminu minna og þinn prívattími að miklu leyti farinn. Frelsið sem þú þekktir er fokið út í veður og vind en þú færð samt svo mikið í staðinn. En myndirðu vilja gamla lífið aftur? Föðurhlutverkið er stórkostleg gjöf. Því fylgir samt oft á tíðum mikið álag og óvissa. Hvert er okkar raunverulega hlutverk? Að sama skapi er þetta tímabil lífs þíns frábært tækifæri til sjálfsskoðunar. Ef við gefum okkur að hlutverk okkar sé að stuðla að velferð og hamingju barna okkar, þá er spurningin þessi: Getum við uppfyllt það hlutverk án þess að staldra við, líta aðeins inn á við og ef þörf krefur, að taka okkur sjálfa aðeins í gegn? Er skaðleg eða eitruð karlmennska til dæmis eitthvað sem þú þekkir úr þínum bakgrunni? Velferð barna og fjölskyldna er svo miklu meira en bara líkamlegar þarfir eins og fæða og skjól. Þú getur haft eins mikil áhrif til góðs og þú kærir þig um. En hvað er að vera góður pabbi og hvernig verður maður það? Hvernig tekstu á við hlutverkið þitt með þeim hætti að það styrki börnin þín, sjálfan þig og ef við á, parsambandið þitt? Svarið við þessu er að vera upplýstur um hvað er að gerast í kringum þig og leita þér þekkingar og leiða til að takast á við þær aðstæður sem þú ert kominn í. Þetta gerist ekki nema með að staldra við og vera meðvitaður. Hin leiðin er gamla góða sjálfstýringin, sem allir þekkja og hjálpar okkur að sigla í gegnum hvað sem gerist. Hún er nauðsynleg og virkar oft ansi vel, en hún veldur því líka að við bregðumst við aðstæðum eingöngu á þann veg sem við þekkjum og endurtökum þannig mynstur fyrri kynslóða, hvort sem þau eru holl eða skaðleg. Hvað er jákvæð sálfræði? Hafir þú áhuga á að staldra við, hreinsa beinagrindurnar út úr skápnum og færa fókusinn á hvernig þú getur náð góðum árangri í nýju hlutverki þá eru tól Jákvæðrar Sálfræði mjög góð leið til þess. Í stuttu máli er jákvæð sálfræði rannsóknarmiðuðu nálgun á hvernig fólk lifir lífi sínu farsællega og upplifir hamingju. Fókus sálfræðinnar sem fræðigreinar hefur í gegnum tíðina mest snúist um að meðhöndla sálræna kvilla og sjúkdóma. Rannsóknir innan velsældarvísinda hafa hins vegar reynt að færa fókusinn yfir á það hvernig flestir ná, þrátt fyrir allt, að vera hamingjusamir. Hinn neikvæði halli (e. Negativity bias) sem er lífeðlisfræðilega innbyggður í okkur öll er eitthvað sem vísindamenn á sviði jákvæðar sálfræði hafa komið auga á sem eitt það mikilvægasta sem takast þarf á við. Neikvæði hallinn er eiginleiki heilans okkar til að taka frekar eftir því sem aflaga fer, hinu neikvæða, og dvelja lengur í því. Þetta er einfaldlega innbyggt í okkur öll og því þarf meðvitund og verkfæri til að færa fókusinn í rétta átt. Tólin sem jákvæð sálfræði býður upp á til þessa eru margþætt og kallast oftast jákvæð inngrip. Ávinningurinn af notkun jákvæðra inngripa er vel rannsakaður á mörgum sviðum og sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aukið velsæld og bætt sálræna og líkamlega heilsu. Færum fókusinn, fyrir okkur og börnin Þessi skilningur á nauðsyn þess að færa fókusinn er fyrsta skrefið. Færa hann frá því sem aflaga fer yfir á hvernig hægt er að stuðla að velsæld. Ef vilji til þess er fyrir hendi þá opnast margir möguleikar. Hvað varðar barnið þá skipta tengsl í bernsku gríðarlega miklu máli. Allur tími sem þú eyðir í að vera með barninu þínu, vera nálægt, leika og tala við þau gerir nærveru þína að öruggu svæði fyrir þau. Tengslakenning Bowlby kennir okkur að hafi börn þetta öryggi þá verða þau mun óhræddari til að skoða heiminn, en forvitni þeirra til að gera einmitt það er mjög mikilæg fyrstu árin. Að hafa öryggi til að uppgötva og leika eykur jákvæðar tilfinningar þeirra, sem rannsóknir Fredrickson sýna fram á að ýta undir meðvitund barna og hjálpa þeim að byggja upp sín eigin verkfæri til að takast á við umhverfi sitt. En tilfinningar eru líka neikvæðar. Þær verðum við að bjóða velkomnar og veita börnum okkar það öryggi sem þau þurfa til að hleypa þeim út. Móttaka allra tilfinninga er mjög mikilvæg og hjálpar börnum við að stilla þær af þegar fram í sækir. Styrkleikamiðað uppeldi er eitthvað sem rímar mjög vel við jákvæða sálfræði. Rannsóknir Lea Waters sýna m.a. að styrkleikamiðuð sjálfsvinna skilar til lengri tíma betri heilsu, betri námsárangri, minni streitu og meiri hamingju, svo eitthvað sé nefnt. Þetta á við um alla aldurshópa og ekki síst börn. Styrkleikar barna koma fram á fyrstu árunum og sé hlúð að þeim þá hjálpar það þeim að taka stjórn á eigin lífi. Pabbaheilsa og sjálfsvinna Kröfurnar til okkar aukast þegar við stígum inn í föðurhlutverkið. Það er því mikilvægt að hlúa að okkur sjálfum líka í þessu nýja alltumlykjandi og oft streituvaldandi umhverfi. Góð leið til að halda sönsum er að passa upp á svefninn. Það er ekki einfalt, en takist það þá fer stresshormónið kortisól síður á flug en rannsóknir sýna að langvarandi of lítill svefn stóreykur framleiðslu kortisóls. Líkamlega heilsan þarf líka að vera í lagi. Þú ert örugglega ekki að fara að hafa jafnmikinn tíma í hana og því mikilvægt að finna einhverja hreyfingu eða áreynslu sem nærir þig og ekki væri nú verra ef hún gæti verið úti í náttúrunni. Að greina og vinna með styrkleika sína nærir mann. Á netinu eru hin ýmsu próf í boði frítt til að hefja þá vegferð, t.d. VIA prófið. Að viðhalda góðum tengslum er mikilvægt. Það er ekki bara fyrir börnin því margar stórar rannsóknir, t.d. Harvard Study of adult development, sýna að góð tengsl við vini og vandamenn í gegnum lífið hefur mjög jákvæð áhrif á heilsu, hamingju og langlífi. Þakklæti er frábært bjargráð til að ýta undir jákvæðar tilfinningar. Þar hafa eflaust margir heyrt minnst á æfinguna þrír góðir hlutir. Hún er mögnuð og orðin viðurkennd leið til að hjálpa heilanum að færa fókusinn frá hinu skekkta hugsanamynstri sem okkur er svo tamt að hafa. Núvitund er síðan ótrúleg leið til meðvitundar. Að vera í augnablikinu er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér í áreiti nútímans. Leikni til að læra nýja hluti og takast á við áskoranir er mikilvægur hluti af hamingju. Þar er verið að tala um svokallaða eudaimonic hamingju, en rannsóknir Carol Dweck um gróskuhugarfar (e. Growth mindset) staðfesta þetta. Hvaðan ertu að koma og hvert viltu fara? Verkfærin eru sannarlega til staðar til að takast á við þessa risaáskorun sem föðurhlutverkið er. Það eru engin tvö börn nákvæmlega eins og það eru engir tveir pabbar nákvæmlega eins. Í bland við gleðina og forréttindin að fá að vera pabbi þá mun gefa á bátinn og það munu koma upp erfiðleikar. Þú tekur allan farangur þinn með í verkefnið en það er þitt að ákveða hvað þú notar til að tækla það. Kæri pabbi, staldraðu við og finndu þína leið. Höfundur er faðir tveggja ungra barna.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar