BYKO einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu BYKO 13. september 2022 12:55 „Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. Frá vinstri; Harpa Eiríksdóttir, mannauðs- og launafulltrúi, Ásgeir Kristinsson, sölumaður í lagnaverslun, Sigurður B. Pálsson, forstjóri, Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Rebekka Ásmundsdóttir, mannauðssérfræðingur, Salbjörg Ólafsdóttir, sölumaður í gólfefndeild og Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri. BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja. BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work að því að gera upplifun starfsfólksins í vinnunni eins góða og hægt er. Einn liður í því er viðamikil könnun sem er lögð fyrir starfsfólkið um líðan þess í vinnu, en sambærilegar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum 37 Evrópulanda. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO veitti verðlaununum viðtöku í gærkvöldi ásamt sex öðrum starfsmönnum á hátíðarsamkomu Great Place To Work í Feneyjum. Meira en 500 manns starfa hjá BYKO, en eitt af því sem lá til grundvallar viðurkenningarinnar var að níu af hverjum tíu starfsmönnum sögðust mæla með BYKO sem vinnustað. „Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild“. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Einnig veitir það viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika. Verslun Mannauðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work að því að gera upplifun starfsfólksins í vinnunni eins góða og hægt er. Einn liður í því er viðamikil könnun sem er lögð fyrir starfsfólkið um líðan þess í vinnu, en sambærilegar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum 37 Evrópulanda. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO veitti verðlaununum viðtöku í gærkvöldi ásamt sex öðrum starfsmönnum á hátíðarsamkomu Great Place To Work í Feneyjum. Meira en 500 manns starfa hjá BYKO, en eitt af því sem lá til grundvallar viðurkenningarinnar var að níu af hverjum tíu starfsmönnum sögðust mæla með BYKO sem vinnustað. „Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild“. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Einnig veitir það viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika.
Verslun Mannauðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira