Leigusali í kröppum dansi við músina Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 14. september 2022 09:01 MAMMAAA, MAMMA, það er MÚS, það er MÚS í húsinu… Já, svona var ég dregin frá listilegum tilburðum mínum fyrir framan spegilinn, árla morguns fyrir nokkrum árum síðan. Upphófst þá mikill eltingarleikur við blessaða músina sem hafði náð að smygla sér inn í húsið líklega með ketti leigutakans. Sökkullinn undir eldhúsinnréttinguna var brotinn í sundur, allir listar teknir í burtu og hnetusmjöri og súkkulaði smurt upp á veggi og gólf til að reyna ná greyið músinni. Öll sjáanleg göt voru fyllt upp í með vöru sem verður alltaf að vera til staðar á mínu heimili, þ.e. stálull með sápu. En aldrei náðist músin og hún sást ekki eftir það. Lík hennar liggur kannski einhvers staðar inn í veggjum, komandi kynslóðum til uppgötvunar. Já einmitt ég er leigusali og hef verið það í næstum 17 ár. Ég hef fylgst vel með leigumarkaðinum allan þennan tíma og þekki vel inn á margar hliðar hans. Mér hefur oft þótt það skrítið hversu lítið framboð er á leiguhúsnæði. Og ég verð endlaust hissa á að menn sjá ekki aðrar leiðir færar en byggingu á húsnæði til að laga húsnæðisvandann. Það er svolítið eins og menn sjái ekki að það er til fullt af húsnæði út um allt sem er í lítilli eða engri notkun. Hvaða húsnæði skyldi það vera? Jú, út um allan bæ situr fólk í húsnæði sem er mun stærra en það þarf á að halda. Samkvæmt tölum hjá Hagstofunni frá 2011 (afsakið þetta, nýrri upplýsingar er ekki hægt að finna), þá búa 57% Íslendinga í húsnæði þar sem til staðar eru meiri en 40 fermetrar á íbúa. 31% Íslendinga búa í húsnæði með meira en 60 fermetra á íbúa. Og ef við hugsum út í það, þá þekkja flest allir í kringum sig einhvern sem á ónotaðan kjallara, eða yfirfullan bílskúr af alls konar dóti sem aldrei er notað. Fólk má alveg eiga sitt rými fyrir sjálft sig. Það er ekkert sem getur bannað það. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju fólk ákveður að búa í stóru húsnæði þegar engin þörf er á allri nýtingu þess. Sumar þeirra eru afar tilfinningalegar og það er ljótt að ýta við fólki að gefa eitthvað frá sér sem er þeim svo hjartnæmt. En það má búa til jákvæða almenna hvata fyrir aðila að skipta upp húsnæði sínu svo fleiri geti haft þak yfir höfuðið. Leigugreiðslur er augljóslega fyrsta hugsunin sem dettur upp í kollinn á fólki, sem hvati. Það að fá leigugreiðslur getur hjálpað verulega við að halda öllu á floti. Það að leigja út húsnæði getur þó verið mikil áhætta. Húsnæði fólks er venjulega þeirra ævisparnaður og það er eðlilegt að menn vilji passa vel upp á hann. Lagaumhverfið er því miður ekki nægilega gott í að verja leigusala. Ég veit að umræðan hefur öll verið á þann veg að leigusalinn sé vondur og eini aðilinn sem græðir á aðstæðum. En bara vá hvað það hafa komið upp margar aðstæður, bæði hjá mér og aðilum í kringum mig, þar sem leigusalinn stendur óvarinn fyrir hlutum sem er erfitt að fást við. Ljótar sögur um erfiðleika leigusala við að fást við leigutaka, eru að gerast í raun, og þessar sögur heyrast um samfélagið. Það er skiljanlegt að menn víli það fyrir sér að gerast leigusalar þegar menn hafa heyrt slíkar sögur. Ég segi það hér og nú að það yrði stór hvati fyrir fólk að setja hluta af húsnæði sínu í útleigu ef lagaumhverfið og framfylgd með því yrði bætt. Það verður að vera auðveldara, fljótlegra og skilvirkara að slíta samning við leigutaka ef þeir greiða ekki sína leigu, ef þeir ógna leigusala með verulegum hætti og ef þeir fara yfir strikið í umgengni sinni við húsnæðið. Þar sem við erum búin að tala um það vonda, þá verðum við líka að tala um það góða. Það vantar algjörlega í umræðuna hvað það getur verið jákvætt að deila sínu húsnæði með öðrum. Um daginn til að mynda kemur leigutaki í heimsókn til mín með skál af steiktum hrísgrjónum og kjúklingabaunum, kryddað með dulrænni mið-austrænni kryddblöndu. Það er eins og þessi fallega sál hafi skynjað að ég hafi verið smá veik og hafi þurft smá staðgóðan og bragðgóðan mat í mallann. Það var mjög fallegt að upplifa slíka hjartagóða umhyggju. Samband á milli leigusala og leigutaka er ekki alltaf slæmt. Í flestum tilfellum þá eru samskipti kurteisleg og indæl. Enda er hvati fyrir báða að engin óvissa sé til staðar í leigusambandinu. Og svo koma upp tilvik sem eru svo falleg. Þetta eru andartök sem ég hefði aldrei fengið tækifæri til að upplifa ef ég hefði valið aðrar leiðir í lífinu. Og fyrir þessi andartök er ég afskaplega þakklát. En aftur að breytingum á húsnæði. Breytingar geta farið í nokkrar milljónir svo áður en fólk tekur ákvörðun um slíkan kostnað þá þarf það að vita að ekki sé verið að brjóta neinar reglur með fyrirhugaðri útleigu á húsnæðinu. Fólk vill almennt gera hluti vel og ekki vera að brjóta neinar reglur. Þeir sem vilja gera allt rétt, vilja líka að húsnæðið geti talist sem samþykkt af yfirvöldum. Þá kemur að regluverki að samþykktu húsnæði. Getur verið að það sé of strangt að einhverju leiti? Mætti draga úr kröfum sem gætu verið óþarfar þegar litið er til vaxandi naumhyggju á síðustu árum? Ég hef heyrt þau rök að stjórnsýslan vilji ekki að fólk geti breytt bílskúrum í samþykkt húsnæði. Því þá lægi sá möguleiki uppi á borðum að skipta íbúðareiningunni í tvennt og selja bílskúrinn sem íbúð. Kannski er þetta ekki rétt því svona afstaða stangast skringilega á við viðhorf ráðandi meirihluta í borginni um þéttingu byggðar. Af hverju má í miðju íbúðarhverfi sprengja allt í tætlur til að byggja upp blokkir en það má ekki vinna í því að gera bílskúra að hentugu húsnæði? Það er þjóðhagslega hagkvæmt að hvetja íbúðaeigendur að gera breytingar á húsnæði til útleigu. Breytingarnar geta skapað mörg störf fyrir lítil fyrirtæki og fyrir sjálfstæða rekstraraðila. Og ef verkefnið „Allir vinna“ færi á fullt aftur, þá myndi samfélagið græða líka í formi skattgreiðslna. Og að öðrum skattagreiðslum. Við sem erum leigusalar búum við það furðulega fyrirkomulag að geta ekki skilað af okkur fjármagnstekjuskatti um leið og tekjurnar eiga sér stað. Við erum í staðinn rukkuð um skattinn á næsta ári yfir sumartímann. Ég er nú dálítið séð eftir allan þennan tíma og held pening til hliðar svo ég lendi ekki í veseni þegar önnur útgjöld sumarsins detta í hús, en það verður að segja að mér svíður smá að vera rukkuð um vexti á greiðsluna. Það er ekki mitt val að draga greiðslur, það er val Skattsins að rukka hann á sniglahraða. Já, það er kannski ekki talað um leigumál frá nógu víðu sjónarhorni. Menn einblína á að byggja, byggja og byggja og jú það er algjörlega nauðsynlegt að byggja. En það eru líka til aðrar lausnir. Við íslendingar erum að nýta mun fleiri fermetra á mann, en flest allar þjóðir. Það væri ekki vitlaust að við sjáum möguleika á að færa okkur í átt að því sem þekkist erlendis. Að mynda jákvæða hvata til þess er eitthvað sem ætti ekki að skaða neinn og hægt er að skapa aðstæður þar sem allir koma út sem sigurvegarar. Leigusalinn fær greiddar sínar leigugreiðslur, leigjandinn fær þak yfir höfuðið, framboð á leiguhúsnæði eykst sem ætti að halda aftur af hækkunum á leigugreiðslum, störf skapast í þjóðfélaginu og skattgreiðslur aukast til samfélagsins. Hvað viljum við eiginlega meira? Dragið andann djúpt, njótið dagsins og takk fyrir mig. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Höfundur er leigusali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
MAMMAAA, MAMMA, það er MÚS, það er MÚS í húsinu… Já, svona var ég dregin frá listilegum tilburðum mínum fyrir framan spegilinn, árla morguns fyrir nokkrum árum síðan. Upphófst þá mikill eltingarleikur við blessaða músina sem hafði náð að smygla sér inn í húsið líklega með ketti leigutakans. Sökkullinn undir eldhúsinnréttinguna var brotinn í sundur, allir listar teknir í burtu og hnetusmjöri og súkkulaði smurt upp á veggi og gólf til að reyna ná greyið músinni. Öll sjáanleg göt voru fyllt upp í með vöru sem verður alltaf að vera til staðar á mínu heimili, þ.e. stálull með sápu. En aldrei náðist músin og hún sást ekki eftir það. Lík hennar liggur kannski einhvers staðar inn í veggjum, komandi kynslóðum til uppgötvunar. Já einmitt ég er leigusali og hef verið það í næstum 17 ár. Ég hef fylgst vel með leigumarkaðinum allan þennan tíma og þekki vel inn á margar hliðar hans. Mér hefur oft þótt það skrítið hversu lítið framboð er á leiguhúsnæði. Og ég verð endlaust hissa á að menn sjá ekki aðrar leiðir færar en byggingu á húsnæði til að laga húsnæðisvandann. Það er svolítið eins og menn sjái ekki að það er til fullt af húsnæði út um allt sem er í lítilli eða engri notkun. Hvaða húsnæði skyldi það vera? Jú, út um allan bæ situr fólk í húsnæði sem er mun stærra en það þarf á að halda. Samkvæmt tölum hjá Hagstofunni frá 2011 (afsakið þetta, nýrri upplýsingar er ekki hægt að finna), þá búa 57% Íslendinga í húsnæði þar sem til staðar eru meiri en 40 fermetrar á íbúa. 31% Íslendinga búa í húsnæði með meira en 60 fermetra á íbúa. Og ef við hugsum út í það, þá þekkja flest allir í kringum sig einhvern sem á ónotaðan kjallara, eða yfirfullan bílskúr af alls konar dóti sem aldrei er notað. Fólk má alveg eiga sitt rými fyrir sjálft sig. Það er ekkert sem getur bannað það. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju fólk ákveður að búa í stóru húsnæði þegar engin þörf er á allri nýtingu þess. Sumar þeirra eru afar tilfinningalegar og það er ljótt að ýta við fólki að gefa eitthvað frá sér sem er þeim svo hjartnæmt. En það má búa til jákvæða almenna hvata fyrir aðila að skipta upp húsnæði sínu svo fleiri geti haft þak yfir höfuðið. Leigugreiðslur er augljóslega fyrsta hugsunin sem dettur upp í kollinn á fólki, sem hvati. Það að fá leigugreiðslur getur hjálpað verulega við að halda öllu á floti. Það að leigja út húsnæði getur þó verið mikil áhætta. Húsnæði fólks er venjulega þeirra ævisparnaður og það er eðlilegt að menn vilji passa vel upp á hann. Lagaumhverfið er því miður ekki nægilega gott í að verja leigusala. Ég veit að umræðan hefur öll verið á þann veg að leigusalinn sé vondur og eini aðilinn sem græðir á aðstæðum. En bara vá hvað það hafa komið upp margar aðstæður, bæði hjá mér og aðilum í kringum mig, þar sem leigusalinn stendur óvarinn fyrir hlutum sem er erfitt að fást við. Ljótar sögur um erfiðleika leigusala við að fást við leigutaka, eru að gerast í raun, og þessar sögur heyrast um samfélagið. Það er skiljanlegt að menn víli það fyrir sér að gerast leigusalar þegar menn hafa heyrt slíkar sögur. Ég segi það hér og nú að það yrði stór hvati fyrir fólk að setja hluta af húsnæði sínu í útleigu ef lagaumhverfið og framfylgd með því yrði bætt. Það verður að vera auðveldara, fljótlegra og skilvirkara að slíta samning við leigutaka ef þeir greiða ekki sína leigu, ef þeir ógna leigusala með verulegum hætti og ef þeir fara yfir strikið í umgengni sinni við húsnæðið. Þar sem við erum búin að tala um það vonda, þá verðum við líka að tala um það góða. Það vantar algjörlega í umræðuna hvað það getur verið jákvætt að deila sínu húsnæði með öðrum. Um daginn til að mynda kemur leigutaki í heimsókn til mín með skál af steiktum hrísgrjónum og kjúklingabaunum, kryddað með dulrænni mið-austrænni kryddblöndu. Það er eins og þessi fallega sál hafi skynjað að ég hafi verið smá veik og hafi þurft smá staðgóðan og bragðgóðan mat í mallann. Það var mjög fallegt að upplifa slíka hjartagóða umhyggju. Samband á milli leigusala og leigutaka er ekki alltaf slæmt. Í flestum tilfellum þá eru samskipti kurteisleg og indæl. Enda er hvati fyrir báða að engin óvissa sé til staðar í leigusambandinu. Og svo koma upp tilvik sem eru svo falleg. Þetta eru andartök sem ég hefði aldrei fengið tækifæri til að upplifa ef ég hefði valið aðrar leiðir í lífinu. Og fyrir þessi andartök er ég afskaplega þakklát. En aftur að breytingum á húsnæði. Breytingar geta farið í nokkrar milljónir svo áður en fólk tekur ákvörðun um slíkan kostnað þá þarf það að vita að ekki sé verið að brjóta neinar reglur með fyrirhugaðri útleigu á húsnæðinu. Fólk vill almennt gera hluti vel og ekki vera að brjóta neinar reglur. Þeir sem vilja gera allt rétt, vilja líka að húsnæðið geti talist sem samþykkt af yfirvöldum. Þá kemur að regluverki að samþykktu húsnæði. Getur verið að það sé of strangt að einhverju leiti? Mætti draga úr kröfum sem gætu verið óþarfar þegar litið er til vaxandi naumhyggju á síðustu árum? Ég hef heyrt þau rök að stjórnsýslan vilji ekki að fólk geti breytt bílskúrum í samþykkt húsnæði. Því þá lægi sá möguleiki uppi á borðum að skipta íbúðareiningunni í tvennt og selja bílskúrinn sem íbúð. Kannski er þetta ekki rétt því svona afstaða stangast skringilega á við viðhorf ráðandi meirihluta í borginni um þéttingu byggðar. Af hverju má í miðju íbúðarhverfi sprengja allt í tætlur til að byggja upp blokkir en það má ekki vinna í því að gera bílskúra að hentugu húsnæði? Það er þjóðhagslega hagkvæmt að hvetja íbúðaeigendur að gera breytingar á húsnæði til útleigu. Breytingarnar geta skapað mörg störf fyrir lítil fyrirtæki og fyrir sjálfstæða rekstraraðila. Og ef verkefnið „Allir vinna“ færi á fullt aftur, þá myndi samfélagið græða líka í formi skattgreiðslna. Og að öðrum skattagreiðslum. Við sem erum leigusalar búum við það furðulega fyrirkomulag að geta ekki skilað af okkur fjármagnstekjuskatti um leið og tekjurnar eiga sér stað. Við erum í staðinn rukkuð um skattinn á næsta ári yfir sumartímann. Ég er nú dálítið séð eftir allan þennan tíma og held pening til hliðar svo ég lendi ekki í veseni þegar önnur útgjöld sumarsins detta í hús, en það verður að segja að mér svíður smá að vera rukkuð um vexti á greiðsluna. Það er ekki mitt val að draga greiðslur, það er val Skattsins að rukka hann á sniglahraða. Já, það er kannski ekki talað um leigumál frá nógu víðu sjónarhorni. Menn einblína á að byggja, byggja og byggja og jú það er algjörlega nauðsynlegt að byggja. En það eru líka til aðrar lausnir. Við íslendingar erum að nýta mun fleiri fermetra á mann, en flest allar þjóðir. Það væri ekki vitlaust að við sjáum möguleika á að færa okkur í átt að því sem þekkist erlendis. Að mynda jákvæða hvata til þess er eitthvað sem ætti ekki að skaða neinn og hægt er að skapa aðstæður þar sem allir koma út sem sigurvegarar. Leigusalinn fær greiddar sínar leigugreiðslur, leigjandinn fær þak yfir höfuðið, framboð á leiguhúsnæði eykst sem ætti að halda aftur af hækkunum á leigugreiðslum, störf skapast í þjóðfélaginu og skattgreiðslur aukast til samfélagsins. Hvað viljum við eiginlega meira? Dragið andann djúpt, njótið dagsins og takk fyrir mig. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Höfundur er leigusali.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar