„Kallar eftir frelsun bænda“ Erna Bjarnadóttir skrifar 19. september 2022 12:00 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar