„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:38 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08
Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30