Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 11:51 Trump með þremur elstu börnum sínum, f.v. Eric, Donald og Ivönku. Þau eru öll sökuð um að blekkja fjármálafyrirtæki og skattayfirvöld í New York. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29