Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 11:51 Trump með þremur elstu börnum sínum, f.v. Eric, Donald og Ivönku. Þau eru öll sökuð um að blekkja fjármálafyrirtæki og skattayfirvöld í New York. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29