„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 14:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með GOG gegn Barcelona en spænska stórveldið var lengi með hann í sigti sínu. EPA/Alberto Estévez Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu. Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira