Stórlið Veszprém vann tíu marka stórsigur í dag en það stefndi þó ekki í það þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá aðeins 22-19. Í síðari hálfleik spilaði Veszprém fantagóða vörn og sóknarleikur Tatabánya hikstaði.
Á endanum unnu Bjarki Már og félagar öruggan tíu marka sigur. Íslenski landsliðsmaðurinn var markahæstur í dag með tíu mörk úr aðeins ellefu skotum.
Veszprém hefur byrjað tímabilið vel og er með þrjá sigra í þremur leikjum. Liðið er í öðru sæti þar sem Pick Szeged hefur spilað fjóra leiki til þessa og unnið þá alla.