Þar eigum við heima Logi Einarsson skrifar 28. september 2022 11:14 Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Logi Einarsson Evrópusambandið Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar