Ritstuldur, virðingarleysi og klúðursleg vinnubrögð Henry Alexander Henrysson skrifar 3. október 2022 07:02 Ég var á fundi erlendis fyrir nokkrum árum þar sem meðal annars var verið að ræða um skráningu siðareglna í háskólum. Umræður á fundinum voru býsna háfleygar og allir af vilja gerðir, en eins og á öllum góðum fundum voru samræðurnar í kaffihléum meira spennandi heldur en umræðurnar í fundarsalnum. Í einu hléinu átti ég áhugavert spjall við fulltrúa frá ónefndu landi í Austur-Evrópu. Hann hafði litla trú á því sem verið var að ræða á fundinum þótt hann ætlaði ekki að viðra þá skoðun sína nema þá óformlega við mig og aðra sem stóðu við kaffiveitingarnar. Hann taldi ekkert koma út úr því að hafa skráðar siðareglur og reglur um vísindalegt hátterni í háskólum, nema þá bara til að nota gegn berskjölduðum stúdentum og yngstu kynslóð háskólakennara. Honum þótti ljóst að þeir sem helst þyrftu að taka tillit til þessara reglna teldu sig yfir þær hafnar. Og svo nefndi hann ótal dæmi máli sínu til stuðnings, flest frá sínu heimalandi en önnur frá öðrum Evrópulöndum. Ég fór mjög hugsi inn í fundarsalinn að nýju. Viðmælandi minn var ekki að efast um gildi þess að virða reglur – bæði skráðar og óskráðar – sem segja okkur hvernig við eigum að bera okkur að til þess að ganga ekki á hagsmuni og rétt þeirra sem starfa á sama sviði og maður sjálfur. Hann var einfaldlega efins um að fólk sem telur sig geta komist upp með hvað sem er muni breyta hegðun sinni á þótt þeir fái leiðbeiningar um hvernig þeim ber að haga sér. Líklega hefur hann sitt hvað til síns máls en það breytir því ekki að við þurfum að stunda opna og öfluga umræðu um það hvernig við getum tryggt hagsmuni fólks sem lifir á hugviti sínu og sköpunarkrafti. Lagarammi er vissulega stór hluti af lausninni og hefur alltaf verið en slíkur rammi getur aldrei alveg dugað til að leiða öll mál til lykta sem koma upp. Miðvikudaginn 5. október næstkomandi munu Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna standa saman að málþingi um höfundarétt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið hefst klukkan 15.oo. Þar munu prófessorarnir Jón Ólafsson og Jón Karl Helgason ásamt Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur lögmanni hjá Rétti og Oddnýju Eir Ævarsdóttur rithöfundi flytja erindi um ritstuld, sæmdarrétt og vinnubrögð höfunda. Meðal atriða sem munu bera á góma eru tengsl höfundaréttar og siðfræði og mögulegur greinarmunur á gagnrýniverðum vinnubrögðum og siðferðilega ámælisverðu misferli. Tilefni málþingsins er ærið. Það er erfitt að ímynda sér mikilvægari hagsmuni þeirra sem byggja á hugviti sínu og sköpunargáfu heldur en að borin sé tilhlýðileg virðing fyrir verkum þeirra, til dæmis með því að nýta þau ekki í eigin þágu án eðlilegra tilvísana. Til að mynda er það óþolandi fyrir nokkurn höfund að sjá sitt eigið hugverk nýtt í verki annars höfundar, sérstaklega þegar viðkomandi þrætir fyrir að kannast við hvert hann hefur sótt hugmyndirnar. Þá er líka spurning hversu eðlilegt það getur talist að sjá verk manns tekið úr samhengi eða það látið standa fyrir eitthvað sem manni er þvert um geð þótt tilvísanir séu í lagi. Sæmdarréttur er mikilvægur þáttur höfundaréttar. Hugvit manns er í vissum skilningi framlenging á eigin persónu og ekki léttvægt að það sé tekið úr samhengi við upprunaleg markmið og ætlanir. Eitt atriði sem gleymist stundum í umræðum um ritstuld er að hagsmunir höfunda geta verið ólíkir. Ég segi stundum við nemendur mína þegar við ræðum um ritstuld að þeir skuli ekki láta það trufla dómgreind sína að hverfandi fjárhagslegir hagsmunir séu undir. Ritstuldur í akademísku umhverfi snýst gjarnan að miklu leyti um heiður og virðingu fremur en tekjur. Til dæmis er nemandi sem nýtir sér texta án þess að geta heimilda líklega mesta fórnarlambið sjálfur og sýnir sjálfum sér mestu vanvirðinguna. Háskólakennari á vesturströnd Bandaríkjanna fellur ekki af brimbrettinu sínu við að heyra af íslenskum háskólanema sem nýtti sér texta hans án tilvísana. Vissulega eru til dæmi um að lífsviðurværi og fjárhagslegir hagsmunir séu undir þegar ágreiningur er uppi innan akademísks umhverfis en það er þó sjaldgæft. Ég get mér til um að það sé ein ástæða þess hvers vegna slík mál enda sjaldan fyrir dómstólum. Fyrir höfunda handrita heimildamynda og kvikmynda, sem og höfunda fagurbókmennta, gegnir öðru máli. Fjárhagslegir hagsmunir vega þyngra í mörgum tilfellum og því líklega oftar leitað á náðir dómstóla. Hér þarf lagaramminn því að vera geirnegldur og framfylgjanlegur. En það þýðir þó ekki að sæmd og virðing sé þessum höfundum síður í huga. Það er ekki fjárhagslegur ávinningur sem rekur þau áfram. Það er ávallt óþolandi virðingarleysi þegar ekki er gerð grein fyrir uppruna hugmynda af heilindum. Hitt er svo annað mál að við getum öll gerst sek um mistök, klúðursleg vinnubrögð og jafnvel dómgreindarleysi. Það kemur jafnt fyrir handritshöfunda, rithöfunda, höfunda kennsluefnis og fræðibókahöfunda. Stundum gerum við okkur heldur ekki einfaldlega grein fyrir orsaka- og áhrifakeðju hugmynda. Og öðru hvoru gleymum við öll hvaða skyldur við berum gagnvart kollegum okkar, skyldur sem skráðum siðareglum er ætlað að minna okkur á. Hvernig best er að gangast við mistökum og biðjast afsökunar er hins vegar kannski ekki það sem við erum sérstaklega sterk í og gæti því verið mikilvægt umræðuefni á málþinginu. Höfundur er heimspekingur og situr í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Bókmenntir Höfundarréttur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég var á fundi erlendis fyrir nokkrum árum þar sem meðal annars var verið að ræða um skráningu siðareglna í háskólum. Umræður á fundinum voru býsna háfleygar og allir af vilja gerðir, en eins og á öllum góðum fundum voru samræðurnar í kaffihléum meira spennandi heldur en umræðurnar í fundarsalnum. Í einu hléinu átti ég áhugavert spjall við fulltrúa frá ónefndu landi í Austur-Evrópu. Hann hafði litla trú á því sem verið var að ræða á fundinum þótt hann ætlaði ekki að viðra þá skoðun sína nema þá óformlega við mig og aðra sem stóðu við kaffiveitingarnar. Hann taldi ekkert koma út úr því að hafa skráðar siðareglur og reglur um vísindalegt hátterni í háskólum, nema þá bara til að nota gegn berskjölduðum stúdentum og yngstu kynslóð háskólakennara. Honum þótti ljóst að þeir sem helst þyrftu að taka tillit til þessara reglna teldu sig yfir þær hafnar. Og svo nefndi hann ótal dæmi máli sínu til stuðnings, flest frá sínu heimalandi en önnur frá öðrum Evrópulöndum. Ég fór mjög hugsi inn í fundarsalinn að nýju. Viðmælandi minn var ekki að efast um gildi þess að virða reglur – bæði skráðar og óskráðar – sem segja okkur hvernig við eigum að bera okkur að til þess að ganga ekki á hagsmuni og rétt þeirra sem starfa á sama sviði og maður sjálfur. Hann var einfaldlega efins um að fólk sem telur sig geta komist upp með hvað sem er muni breyta hegðun sinni á þótt þeir fái leiðbeiningar um hvernig þeim ber að haga sér. Líklega hefur hann sitt hvað til síns máls en það breytir því ekki að við þurfum að stunda opna og öfluga umræðu um það hvernig við getum tryggt hagsmuni fólks sem lifir á hugviti sínu og sköpunarkrafti. Lagarammi er vissulega stór hluti af lausninni og hefur alltaf verið en slíkur rammi getur aldrei alveg dugað til að leiða öll mál til lykta sem koma upp. Miðvikudaginn 5. október næstkomandi munu Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna standa saman að málþingi um höfundarétt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið hefst klukkan 15.oo. Þar munu prófessorarnir Jón Ólafsson og Jón Karl Helgason ásamt Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur lögmanni hjá Rétti og Oddnýju Eir Ævarsdóttur rithöfundi flytja erindi um ritstuld, sæmdarrétt og vinnubrögð höfunda. Meðal atriða sem munu bera á góma eru tengsl höfundaréttar og siðfræði og mögulegur greinarmunur á gagnrýniverðum vinnubrögðum og siðferðilega ámælisverðu misferli. Tilefni málþingsins er ærið. Það er erfitt að ímynda sér mikilvægari hagsmuni þeirra sem byggja á hugviti sínu og sköpunargáfu heldur en að borin sé tilhlýðileg virðing fyrir verkum þeirra, til dæmis með því að nýta þau ekki í eigin þágu án eðlilegra tilvísana. Til að mynda er það óþolandi fyrir nokkurn höfund að sjá sitt eigið hugverk nýtt í verki annars höfundar, sérstaklega þegar viðkomandi þrætir fyrir að kannast við hvert hann hefur sótt hugmyndirnar. Þá er líka spurning hversu eðlilegt það getur talist að sjá verk manns tekið úr samhengi eða það látið standa fyrir eitthvað sem manni er þvert um geð þótt tilvísanir séu í lagi. Sæmdarréttur er mikilvægur þáttur höfundaréttar. Hugvit manns er í vissum skilningi framlenging á eigin persónu og ekki léttvægt að það sé tekið úr samhengi við upprunaleg markmið og ætlanir. Eitt atriði sem gleymist stundum í umræðum um ritstuld er að hagsmunir höfunda geta verið ólíkir. Ég segi stundum við nemendur mína þegar við ræðum um ritstuld að þeir skuli ekki láta það trufla dómgreind sína að hverfandi fjárhagslegir hagsmunir séu undir. Ritstuldur í akademísku umhverfi snýst gjarnan að miklu leyti um heiður og virðingu fremur en tekjur. Til dæmis er nemandi sem nýtir sér texta án þess að geta heimilda líklega mesta fórnarlambið sjálfur og sýnir sjálfum sér mestu vanvirðinguna. Háskólakennari á vesturströnd Bandaríkjanna fellur ekki af brimbrettinu sínu við að heyra af íslenskum háskólanema sem nýtti sér texta hans án tilvísana. Vissulega eru til dæmi um að lífsviðurværi og fjárhagslegir hagsmunir séu undir þegar ágreiningur er uppi innan akademísks umhverfis en það er þó sjaldgæft. Ég get mér til um að það sé ein ástæða þess hvers vegna slík mál enda sjaldan fyrir dómstólum. Fyrir höfunda handrita heimildamynda og kvikmynda, sem og höfunda fagurbókmennta, gegnir öðru máli. Fjárhagslegir hagsmunir vega þyngra í mörgum tilfellum og því líklega oftar leitað á náðir dómstóla. Hér þarf lagaramminn því að vera geirnegldur og framfylgjanlegur. En það þýðir þó ekki að sæmd og virðing sé þessum höfundum síður í huga. Það er ekki fjárhagslegur ávinningur sem rekur þau áfram. Það er ávallt óþolandi virðingarleysi þegar ekki er gerð grein fyrir uppruna hugmynda af heilindum. Hitt er svo annað mál að við getum öll gerst sek um mistök, klúðursleg vinnubrögð og jafnvel dómgreindarleysi. Það kemur jafnt fyrir handritshöfunda, rithöfunda, höfunda kennsluefnis og fræðibókahöfunda. Stundum gerum við okkur heldur ekki einfaldlega grein fyrir orsaka- og áhrifakeðju hugmynda. Og öðru hvoru gleymum við öll hvaða skyldur við berum gagnvart kollegum okkar, skyldur sem skráðum siðareglum er ætlað að minna okkur á. Hvernig best er að gangast við mistökum og biðjast afsökunar er hins vegar kannski ekki það sem við erum sérstaklega sterk í og gæti því verið mikilvægt umræðuefni á málþinginu. Höfundur er heimspekingur og situr í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar