Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 12:46 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt skikkju sem hetja úr hverju hverfi fær afhenta, Aðsent Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær. Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær.
Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira