Spilakassarekstur Rauða krossins Alma Hafsteinsdóttir skrifar 4. október 2022 09:00 Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun