Stöðvum okrið á leigjendum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 5. október 2022 11:30 Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það er skortur á húsnæði, mörg eru í samkeppni um sömu íbúðina og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Það þarf að reiða fram tryggingu, sem er erfitt ef þú átt ekki kost á að gera slíkt í gegnum banka og þarft þá að leita á náðir fyrirtækja sem græða á þér í ferlinu. Valið tekið af leigjendum Leigjendur þurfa að skila inn sakavottorði þegar sótt er um leiguíbúð og þú þarft í rauninni að berskjalda þig gjörsamlega, bæði hver þú ert sem persóna og hvernig fjárhagurinn þinn lítur út. Ef þú hefur einhverntíman átt í vanskilum, þá er það skuggi sem fylgir þér lengi og hefur neikvæð áhrif á stöðu þína til að útvega tryggingarfé og til að útvega leiguhúsnæði. Leigan getur hækkað fyrirvaralaust, án útskýringa, bara geðþóttaákvörðun leigusala sem hefur engum skyldum að gegna gagnvart þér og þinni stöðu. Þú getur misst íbúðina skyndilega og misjafnt er hversu vel er tekið í beiðni þína um viðgerðir og viðhald. Það er lítið sem ekkert regluverk utan um réttindi leigjenda hér á landi og þeim er gert að bjarga sér á óvinveittum einkamarkaði. Stjórnvöld og samfélagið í heild sinni hafa lengi staðið með séreignastefnunni og litið svo á að það sé hark að útvega sér húsnæði en á endanum hljóti allir að redda sér. Það eru smávægileg úrræði til fyrir leigjendur en ekki allir sem fá stuðning þar og leigjendur búa oftar en ekki við þá stöðu að valið er tekið af þeim, valið um hvar þau vilja búa og hvernig þau vilja búa. Leigjendur þurfa oft að flytja á milli skólahverfa með börnin sín, því þau grípa auðvitað það sem er í boði þegar leigusamningur rennur út eða er breytt fyrirvaralaust, t.a.m. með skyndilegri hækkun á leigufjárhæð. Takmarkanir á hækkun húsaleigu eru nauðsynlegar Kröfur leigjendasamtaka víðsvegar um heim, sem og hér á landi eru þær að viðmiðunarverð fyrir leigu verði sett, þ.e.a.s. hversu hátt leiguverð á að vera fyrir íbúðir með tilliti til þátta eins og stærðar, staðsetningar, gæða og herbergjafjölda. Kröfurnar snúa að leiguþaki og leigubremsu, að settar verði hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Leiguþak vísar til þess að hámarksleiguverð er gefið út á húsnæði miðað við stærð, gæði og staðsetningu og má leigan þá ekki fara yfir þá upphæð sem mörkin eru sett við. Leigubremsa vísar til þess að það eru ákveðin viðmið um það hversu mikið leiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Takmarkanir á hækkun húsnæðisleigu eru víða við lýði með ýmsum útfærslum. Má þar til að mynda líta til Danmörku, Sviss, Vínarborgar, Parísar og Kaliforníu. Baráttunni lýkur aldrei, við höfum einnig dæmi um takmörkun á hækkanir leigu sem hafa náð fram að ganga en hefur svo verið snúið við, eins og í Katalóníu og Berlín. Þegar litið er hingað heim hafa Samtök leigjenda hafa barist fyrir leiguþaki og leigubremsu. Í kjölfar lífskjarasamninganna voru kynntar aðgerðir sem miðuðu að því að bæta stöðu leigjenda. Aðgerðirnar voru eftirfarandi: „Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar og bættri réttarstöðu leigjenda við lok leigusamnings.“ Ekki hefur verið staðið við þessi fyrirheit. Sósíalistar í borginni lögðu til í ljósi alls þessa að borgarstjórn samþykki að skora á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og einnig að leigubremsa verði sett á. 71% aðspurðra í nýlegri skoðanakönnun Maskínu voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hér á landi. 72% aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leigubremsa yrði tekin upp. Leiga hefur hækkað upp úr öllu valdi og leigjendur oft fastir á milli lágra tekna og okurleigu. Mikilvægt er að mæta þörfum leigjenda sem eru í erfiðri stöðu. Stöðugleiki í lífi leigjenda Leiguþak virkar til að bæta aðstöðumun á milli leigusala og leigjenda, að jafna aðeins valdahlutfallið þar á milli. Mikið hefur verið talað um að leiguþak virki ekki en hér þurfum við að stalda við og spyrja okkur, út frá hvaða viðmiðum er verið að mæla? Erum við að mæla út frá kröfum þeirra sem leitast við að hagnast á húsnæðismarkaði og eru með gróðavon? Eða erum við að skoða og mæla árangurinn út frá vellíðan og jákvæðum áhrifum á leigjendur? Þegar við gerum hið síðarnefnda, þá sjáum við að takmarkanir á hækkun húsaleigu eru leigjendum til góða því það býður upp á fyrirsjáanleika,að fjölskyldur geti búið til langtíma í leiguhúsnæði sínu með tilheyrandi öryggi fyrir fjölskylduna í heild. Þannig geta börn átt samfellt nám í sama skóla og fylgt sínum vinum, fyrirsjáanleiki á leiguverði og öryggi leiðir til færri flutninga. Slíkur stöðugleiki er góður og nauðsynlegur fyrir leigjendur, þetta er gott fyrir nærsamfélagið og skapar stöðugleika í hverfunum.Leigubremsur og leiguþök virka til að vernda leigjendur. Nauðsynlegt er að standa vörð um rétt leigjenda og setja hömlur á það hversu mikið megi hagnast á leigjendum. Á sama tíma þarf að berjast fyrir félagslegri húsnæðisuppbyggingu, þar sem hagnaðarsjónarmið eru fjarlægð úr jöfnunni. Leiguþak og leigubremsu má útfæra með ýmsum leiðum. Slíkt þýðir að tekið er tillit til ýmissa sjónarmiða en grunnurinnn snýst um að tryggja fyrirsjáanleika og öryggi fyrir leigjendur. Þau sem eru á móti leiguþaki tala um að það trufli markaðinn. En há leiga truflar leigjendur og gerir mun meira en að trufla, há leiga heggur stórt skarð í lífsgæði leigjenda, hefur áhrif á hversdagleika þúsunda og skerðir möguleika barna þeirra til viðunandi lífs. Sósíalistar í borgarstjórn, lögðu því til að skorað yrði á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Það er miður að borgarstjórn sjái sér ekki fært að senda frá sér áskorun um að þörf sé að setja hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Vitað er að staða leigjenda er oft mjög erfið og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Leigumarkaður Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það er skortur á húsnæði, mörg eru í samkeppni um sömu íbúðina og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Það þarf að reiða fram tryggingu, sem er erfitt ef þú átt ekki kost á að gera slíkt í gegnum banka og þarft þá að leita á náðir fyrirtækja sem græða á þér í ferlinu. Valið tekið af leigjendum Leigjendur þurfa að skila inn sakavottorði þegar sótt er um leiguíbúð og þú þarft í rauninni að berskjalda þig gjörsamlega, bæði hver þú ert sem persóna og hvernig fjárhagurinn þinn lítur út. Ef þú hefur einhverntíman átt í vanskilum, þá er það skuggi sem fylgir þér lengi og hefur neikvæð áhrif á stöðu þína til að útvega tryggingarfé og til að útvega leiguhúsnæði. Leigan getur hækkað fyrirvaralaust, án útskýringa, bara geðþóttaákvörðun leigusala sem hefur engum skyldum að gegna gagnvart þér og þinni stöðu. Þú getur misst íbúðina skyndilega og misjafnt er hversu vel er tekið í beiðni þína um viðgerðir og viðhald. Það er lítið sem ekkert regluverk utan um réttindi leigjenda hér á landi og þeim er gert að bjarga sér á óvinveittum einkamarkaði. Stjórnvöld og samfélagið í heild sinni hafa lengi staðið með séreignastefnunni og litið svo á að það sé hark að útvega sér húsnæði en á endanum hljóti allir að redda sér. Það eru smávægileg úrræði til fyrir leigjendur en ekki allir sem fá stuðning þar og leigjendur búa oftar en ekki við þá stöðu að valið er tekið af þeim, valið um hvar þau vilja búa og hvernig þau vilja búa. Leigjendur þurfa oft að flytja á milli skólahverfa með börnin sín, því þau grípa auðvitað það sem er í boði þegar leigusamningur rennur út eða er breytt fyrirvaralaust, t.a.m. með skyndilegri hækkun á leigufjárhæð. Takmarkanir á hækkun húsaleigu eru nauðsynlegar Kröfur leigjendasamtaka víðsvegar um heim, sem og hér á landi eru þær að viðmiðunarverð fyrir leigu verði sett, þ.e.a.s. hversu hátt leiguverð á að vera fyrir íbúðir með tilliti til þátta eins og stærðar, staðsetningar, gæða og herbergjafjölda. Kröfurnar snúa að leiguþaki og leigubremsu, að settar verði hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Leiguþak vísar til þess að hámarksleiguverð er gefið út á húsnæði miðað við stærð, gæði og staðsetningu og má leigan þá ekki fara yfir þá upphæð sem mörkin eru sett við. Leigubremsa vísar til þess að það eru ákveðin viðmið um það hversu mikið leiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Takmarkanir á hækkun húsnæðisleigu eru víða við lýði með ýmsum útfærslum. Má þar til að mynda líta til Danmörku, Sviss, Vínarborgar, Parísar og Kaliforníu. Baráttunni lýkur aldrei, við höfum einnig dæmi um takmörkun á hækkanir leigu sem hafa náð fram að ganga en hefur svo verið snúið við, eins og í Katalóníu og Berlín. Þegar litið er hingað heim hafa Samtök leigjenda hafa barist fyrir leiguþaki og leigubremsu. Í kjölfar lífskjarasamninganna voru kynntar aðgerðir sem miðuðu að því að bæta stöðu leigjenda. Aðgerðirnar voru eftirfarandi: „Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar og bættri réttarstöðu leigjenda við lok leigusamnings.“ Ekki hefur verið staðið við þessi fyrirheit. Sósíalistar í borginni lögðu til í ljósi alls þessa að borgarstjórn samþykki að skora á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og einnig að leigubremsa verði sett á. 71% aðspurðra í nýlegri skoðanakönnun Maskínu voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hér á landi. 72% aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leigubremsa yrði tekin upp. Leiga hefur hækkað upp úr öllu valdi og leigjendur oft fastir á milli lágra tekna og okurleigu. Mikilvægt er að mæta þörfum leigjenda sem eru í erfiðri stöðu. Stöðugleiki í lífi leigjenda Leiguþak virkar til að bæta aðstöðumun á milli leigusala og leigjenda, að jafna aðeins valdahlutfallið þar á milli. Mikið hefur verið talað um að leiguþak virki ekki en hér þurfum við að stalda við og spyrja okkur, út frá hvaða viðmiðum er verið að mæla? Erum við að mæla út frá kröfum þeirra sem leitast við að hagnast á húsnæðismarkaði og eru með gróðavon? Eða erum við að skoða og mæla árangurinn út frá vellíðan og jákvæðum áhrifum á leigjendur? Þegar við gerum hið síðarnefnda, þá sjáum við að takmarkanir á hækkun húsaleigu eru leigjendum til góða því það býður upp á fyrirsjáanleika,að fjölskyldur geti búið til langtíma í leiguhúsnæði sínu með tilheyrandi öryggi fyrir fjölskylduna í heild. Þannig geta börn átt samfellt nám í sama skóla og fylgt sínum vinum, fyrirsjáanleiki á leiguverði og öryggi leiðir til færri flutninga. Slíkur stöðugleiki er góður og nauðsynlegur fyrir leigjendur, þetta er gott fyrir nærsamfélagið og skapar stöðugleika í hverfunum.Leigubremsur og leiguþök virka til að vernda leigjendur. Nauðsynlegt er að standa vörð um rétt leigjenda og setja hömlur á það hversu mikið megi hagnast á leigjendum. Á sama tíma þarf að berjast fyrir félagslegri húsnæðisuppbyggingu, þar sem hagnaðarsjónarmið eru fjarlægð úr jöfnunni. Leiguþak og leigubremsu má útfæra með ýmsum leiðum. Slíkt þýðir að tekið er tillit til ýmissa sjónarmiða en grunnurinnn snýst um að tryggja fyrirsjáanleika og öryggi fyrir leigjendur. Þau sem eru á móti leiguþaki tala um að það trufli markaðinn. En há leiga truflar leigjendur og gerir mun meira en að trufla, há leiga heggur stórt skarð í lífsgæði leigjenda, hefur áhrif á hversdagleika þúsunda og skerðir möguleika barna þeirra til viðunandi lífs. Sósíalistar í borgarstjórn, lögðu því til að skorað yrði á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Það er miður að borgarstjórn sjái sér ekki fært að senda frá sér áskorun um að þörf sé að setja hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Vitað er að staða leigjenda er oft mjög erfið og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun