Englabarnið Guðjón Ari Logason Ragnars skrifar 7. október 2022 10:30 Ég sleppti aldrei tíma í grunnskóla án þess að vera veikur eða fjarverandi af löglegri ástæðu (ef ég man rétt). Ég mætti sjaldan seint. Sömu sögu má segja um menntaskólagöngu mína. Ég mætti vel á körfuboltaæfingar og fótboltaæfingar. Ég sinnti mínum skyldum af kostgæfni og alúð. Ég uppskar eitthvað. Þetta bar einhvern ávöxt. Ég var mikilvægasti leikmaður míns liðs í körfunni nokkrum sinnum...komst í 30 manna landsliðsúrtak U-15 ára...komst í meistaraflokk 2019...í dag þjálfa ég körfuknattleik og fæ eitthvað fjárhagslegt smotterí fyrir það. Ég útskrifaðist með A í öllu (og S (staðið)) úr grunnskóla. Fékk verðlaun fyrir árangur í dönsku og ensku. Ég fékk verðlaun eftir öll þrjú skólaárin í Verzló og dúxaði 2019. Fékk verðlaun fyrir árangur í erlendum tungumálum, hagfræði, bókfærslu og hæstu einkunn á stúdents- og verzlunarprófi ef ég man rétt. Ég fékk svokallaðan nýnemastyrk frá HÍ haustið 2020. Ég kenni einkatíma, markþjálfa, held fyrirlestra, skrifa bækur, spila á píanó og sem tónlist. Ég er ekki að skrifa ofangreint til að stæra mig af mínum verðleikum...þvert á móti. Ég hef gert svo áður og þarf þess ekki lengur...ég þarf viðurkenningu einskis annars manns...bara mína eigin. Ég skrifa þetta af öðrum ástæðum. Ég hef verið meðvirkur því ég er svo góður. Ég hef verið undirgefinn því ég er svo góður. Ég hef spilað með af því ég er svo góður. Ég hef boxað mig inn í kassann af því ég er svo góður og svo mikil fyrirmynd. Í dag sé ég að þetta þjónar mér engan veginn lengur. Ef ég hefði ekki vaknað sumarið 2020 þá væri ég á verri stað en ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað betur árið 2021 þá væri ég ekki á eins góðum stað og ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað eins mikið síðustu mánuði og raun ber vitni...þá væri ég á lægra meðvitundarstigi. Ég er þakklátur fyrir vakninguna þrátt fyrir erfiðleikana sem henni fylgja. Ég hef lánað fólki athygli mína, hjartað mitt, fjármuni, vinnuna mína, góðmennsku mína og ýmislegt annað í þeirri trú um að fá lánið endurgoldið...í minni góðu trú...en ekki hefur trúin endurspeglað veruleikann í öllum tilfellum. Málið er að við fáum allt að láni í þessu lífi. Það kemur að skuldadögum fyrr en síðar...í þessu lífi eða því næsta. Við þurfum aðeins að vakna almennilega af værum blundi. Sjá ljósið og spegla því áfram. Ljósið er of bjart fyrir suma...of dauft fyrir aðra. Mikilvægast er að það fái að skína...að sólin fái að skína. Vertu sólin í þínu lífi og taktu eftir því hve miklu betra líf þitt verður fyrir vikið. Við þurfum að stilla klukkuna í samræmi við birtustig. Það er best að vakna í ljósi og birtu...engin geimvísindi. Við þurfum að setja svefninn í fyrsta sæti. Hann er undirstaða heilsu og þar með góðs lífs. Eru ekki allir stjórnmálamenn alltaf að tala um bætt lífsgæði landans? Flest opinberu kerfin eru á hvolfi. Breytinga og framfara er þörf. Það er löngu kominn tími á að misskipting lúti í lægra haldi í samfélaginu okkar. Öll dýrin í skóginum (allir menn (já, menn...konur og karlar) á Íslandi) eiga að vera vinir. Við erum saman í þessu. Erum við ekki öll almannavarnir svokallaðar? Eigðu góðan dag! Höfundur er fyrirlesari, rithöfundur, markþjálfi, einkakennari, tónlistarmaður, körfuboltaþjálfari og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sleppti aldrei tíma í grunnskóla án þess að vera veikur eða fjarverandi af löglegri ástæðu (ef ég man rétt). Ég mætti sjaldan seint. Sömu sögu má segja um menntaskólagöngu mína. Ég mætti vel á körfuboltaæfingar og fótboltaæfingar. Ég sinnti mínum skyldum af kostgæfni og alúð. Ég uppskar eitthvað. Þetta bar einhvern ávöxt. Ég var mikilvægasti leikmaður míns liðs í körfunni nokkrum sinnum...komst í 30 manna landsliðsúrtak U-15 ára...komst í meistaraflokk 2019...í dag þjálfa ég körfuknattleik og fæ eitthvað fjárhagslegt smotterí fyrir það. Ég útskrifaðist með A í öllu (og S (staðið)) úr grunnskóla. Fékk verðlaun fyrir árangur í dönsku og ensku. Ég fékk verðlaun eftir öll þrjú skólaárin í Verzló og dúxaði 2019. Fékk verðlaun fyrir árangur í erlendum tungumálum, hagfræði, bókfærslu og hæstu einkunn á stúdents- og verzlunarprófi ef ég man rétt. Ég fékk svokallaðan nýnemastyrk frá HÍ haustið 2020. Ég kenni einkatíma, markþjálfa, held fyrirlestra, skrifa bækur, spila á píanó og sem tónlist. Ég er ekki að skrifa ofangreint til að stæra mig af mínum verðleikum...þvert á móti. Ég hef gert svo áður og þarf þess ekki lengur...ég þarf viðurkenningu einskis annars manns...bara mína eigin. Ég skrifa þetta af öðrum ástæðum. Ég hef verið meðvirkur því ég er svo góður. Ég hef verið undirgefinn því ég er svo góður. Ég hef spilað með af því ég er svo góður. Ég hef boxað mig inn í kassann af því ég er svo góður og svo mikil fyrirmynd. Í dag sé ég að þetta þjónar mér engan veginn lengur. Ef ég hefði ekki vaknað sumarið 2020 þá væri ég á verri stað en ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað betur árið 2021 þá væri ég ekki á eins góðum stað og ég er í dag. Ef ég hefði ekki vaknað eins mikið síðustu mánuði og raun ber vitni...þá væri ég á lægra meðvitundarstigi. Ég er þakklátur fyrir vakninguna þrátt fyrir erfiðleikana sem henni fylgja. Ég hef lánað fólki athygli mína, hjartað mitt, fjármuni, vinnuna mína, góðmennsku mína og ýmislegt annað í þeirri trú um að fá lánið endurgoldið...í minni góðu trú...en ekki hefur trúin endurspeglað veruleikann í öllum tilfellum. Málið er að við fáum allt að láni í þessu lífi. Það kemur að skuldadögum fyrr en síðar...í þessu lífi eða því næsta. Við þurfum aðeins að vakna almennilega af værum blundi. Sjá ljósið og spegla því áfram. Ljósið er of bjart fyrir suma...of dauft fyrir aðra. Mikilvægast er að það fái að skína...að sólin fái að skína. Vertu sólin í þínu lífi og taktu eftir því hve miklu betra líf þitt verður fyrir vikið. Við þurfum að stilla klukkuna í samræmi við birtustig. Það er best að vakna í ljósi og birtu...engin geimvísindi. Við þurfum að setja svefninn í fyrsta sæti. Hann er undirstaða heilsu og þar með góðs lífs. Eru ekki allir stjórnmálamenn alltaf að tala um bætt lífsgæði landans? Flest opinberu kerfin eru á hvolfi. Breytinga og framfara er þörf. Það er löngu kominn tími á að misskipting lúti í lægra haldi í samfélaginu okkar. Öll dýrin í skóginum (allir menn (já, menn...konur og karlar) á Íslandi) eiga að vera vinir. Við erum saman í þessu. Erum við ekki öll almannavarnir svokallaðar? Eigðu góðan dag! Höfundur er fyrirlesari, rithöfundur, markþjálfi, einkakennari, tónlistarmaður, körfuboltaþjálfari og nemi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun