Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. febrúar 2025 07:03 Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar