Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:00 Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Finnbogadóttir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun