Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 08:30 „Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
„Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar