Hættur að versla við KS vegna stríðsins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 13:52 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan fyrir því er sú að nafni hans, Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er heiðurskonsúll Rússlands í Skagafirði. Ólafur bendir á að KS hafi slitið samstarfi sínu við Arnar Grant þegar hann var sakaður um kynferðisbrot og því skilji hann ekki hvers vegna þeir vilji tengja sig við Rússland. „Eins rétt ákvörðun og það er hjá Kaupfélaginu að vilja ekki láta tengja sig við ásakanir um kynferðisbrot, þá botna ég ekkert í því að það skuli vilja láta tengja sig þetta hryðjuverkaríki sem Rússland er orðið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur Ágúst segir störf hans sem konsúll ekkert tengjast starfi hans hjá KS. Hann hefur ekki endurskoðað stöðu sína sem konsúll enda sé ekkert að gera hjá embættinu á meðan stríðið er í gangi. Embættið liggi í raun niðri. „Eins og staðan er, eins og ég hef áður útskýrt, þá er þetta þannig að maður er til taks fyrir þá sem lenda hér í einhverri neyð annars vega eða þá liðka fyrir einhverjum menningarlegum tengslum og öðru slíku. Það segir sig sjálft að þegar það er svona ástand þá er ekkert að gera í því,“ segir Ólafur Ágúst í samtali við fréttastofu. Veitingastaðir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Neytendur Skagafjörður Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan fyrir því er sú að nafni hans, Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er heiðurskonsúll Rússlands í Skagafirði. Ólafur bendir á að KS hafi slitið samstarfi sínu við Arnar Grant þegar hann var sakaður um kynferðisbrot og því skilji hann ekki hvers vegna þeir vilji tengja sig við Rússland. „Eins rétt ákvörðun og það er hjá Kaupfélaginu að vilja ekki láta tengja sig við ásakanir um kynferðisbrot, þá botna ég ekkert í því að það skuli vilja láta tengja sig þetta hryðjuverkaríki sem Rússland er orðið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur Ágúst segir störf hans sem konsúll ekkert tengjast starfi hans hjá KS. Hann hefur ekki endurskoðað stöðu sína sem konsúll enda sé ekkert að gera hjá embættinu á meðan stríðið er í gangi. Embættið liggi í raun niðri. „Eins og staðan er, eins og ég hef áður útskýrt, þá er þetta þannig að maður er til taks fyrir þá sem lenda hér í einhverri neyð annars vega eða þá liðka fyrir einhverjum menningarlegum tengslum og öðru slíku. Það segir sig sjálft að þegar það er svona ástand þá er ekkert að gera í því,“ segir Ólafur Ágúst í samtali við fréttastofu.
Veitingastaðir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Neytendur Skagafjörður Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28