Handhafi staðreynda í útlendingamálum? Helgi Áss Grétarsson skrifar 13. október 2022 07:30 „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
„Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Þessi frasi hefur komið mér í huga undanfarna daga í tengslum við umræðu um tiltekna þætti stefnunnar í útlendingamálum. Af mörgu er að taka í þessum efnum en hér verður staðnæmst við tilteknar séríslenskar reglur í svokölluðum verndarmálum, þ.e. í málum einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Hverjar eru hinar séríslensku reglur? Íslensku sérreglurnar í verndarmálum hafa verið í gildi frá því að útlendingalög nr. 80/2016 voru sett. Undanfarin ár hefur oft verið gerð grein fyrir þessum reglum en sérstaða þeirra er tvíþætt: Í fyrsta lagier lögð sú skylda á stjórnvöld að taka mál einstaklinga, sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða sérstakar ástæður mæla annars með því; Í öðru lagigildir svokölluð 12 mánaða regla, þ.e. mál hælisleitanda fær jafnan efnismeðferð hér á landi hafi verndarmálið verið til meðferðar lengur en 12 mánuði. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um síðara atriðið, tímafrestinn. Mat hans er skýrt, reglan um tímafrestinn er íslensk sérregla, sbr. álit hans frá 9. desember 2019 í máli nr. 9722/2018. Þetta mat umboðsmanns kemur vart heim og saman við svohljóðandi texta úr vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar frá 12. október sl.: „Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast...“. Hver er afleiðing hinna séríslensku reglna? Verndarmálum hér á landi fór að fjölga árið 2018, fór það árið í 16% af heildarfjölda umsókna hælisleitenda og var meira en helmingur umsókna árið 2020. Á síðasta ári nam hlutfallið 21%. Svona háar tölur sjást ekki í öðrum Evrópuríkjum. Nærtækt er því að ætla að hinar séríslensku reglur stuðli að fjölgun verndarmála. Augljóst má einnig vera að fjölgun hælisleitenda skapar áskoranir, m.a. fyrir innviði sveitarfélaga, svo sem fyrir skólastarf, félags- og heilbrigðisþjónustu og í húsnæðismálum. Að horfa framhjá þeim veruleika er óskynsamlegt þar eð einhver þarf að tryggja fé og hæft starfsfólk til að sinna þessum verkefnum. Ástæðulausar sérreglur Af áðurnefndri vísis-grein þingflokksformanns Samfylkingarinnar má ætla að viðkomandi upplifi sig sem handhafa staðreynda í útlendingamálum. Slík upplifun er hins vegar á villigötum þegar kemur að lögfræðilegri greiningu á því hvort á Íslandi séu sérreglur í verndarmálum eða ekki. Kjarni málsins er að slíkur sérreglur eru í gildi og fyrir því eru veik rök. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun