„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 15:01 Dr. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira