Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 09:01 Enn bætist við konurnar sem saka Weinstein um kynferðisofbeldi. AP Photo/John Minchillo Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum. Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum.
Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43