Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Eyjólfur Ármannsson skrifar 24. október 2022 13:30 Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin tryggi ofangreint. Hér er þörf á réttarbót enda býr alltof margt fólk úr þessum hópum við kjör sem duga ekki fyrir nauðþurftum eða brýnustu framfærslu. Nú eru fulltrúar vinnuveitenda og launþega í þann mund að hefja viðræður um gerð kjarasamninga. Stærsti einstaki kjarasamningurinn, lífskjarasamningurinn, rennur út 1. nóvember næstkomandi. Fjölmörg fordæmi eru fyrir því að ríkisstjórnin hafi aðkomu að kjaraviðræðum þegar um er að ræða víðfeðma samninga milli fjölda samtaka, bæði launþega og vinnuveitenda. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð lífskjarasamninganna árið 2019 er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þá gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að ráðist yrði í ýmsar aðgerðir, að upphæð 80 milljarðar kr., á gildistíma lífskjarasamninganna, til að styðja við markmið þeirra um stöðugleika og bætt kjör launafólks. Kjaragliðnun um tugi prósenta! Í 69. gr. laga um almannatryggingar segir að bætur almannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir þau skýru lagafyrirmæli hafa fjárhæðir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár og nú mælist samansöfnuð kjaragliðnun í tugum prósenta! ASÍ hefur ítrekað bent á það í umsögnum við fjárlög að það sé með öllu óásættanlegt að kjör elli- og örorkulífeyrisþega dragist aftur úr öðrum lágtekjuhópum og mælist til þess að bætur almannatrygginga taki hækkunum til samræmis við lægstu laun á vinnumarkaði. Án verkfallsréttar – án kjarabóta Öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta ekki nýtt sér verkfallsrétt til að krefjast kjarabóta. Það hefur tvímælalaust áhrif á þróun kjara þeirra, enda hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn virt mannréttindi þeirra svo gott sem að vettugi. Það er í senn nauðsynlegt og eðlilegt að fulltrúar öryrkja og ellilífeyrisþega eigi sæti við borðið í samningaviðræðum milli ríkis, launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör í landinu. Sagan sýnir að í slíkum viðræðum eru iðulega teknar veigamiklar ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna, sem varða hagsmuni allra landsmanna, og því ber ríkinu að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Aukin verðbólga muni bitna mest á þessum hópum öryrkja og aldaðra. Þátttaka og virkni í samfélaginu án skerðinga Mikilvægt er að almannatryggingakerfið tryggi lágmarksframfærslu og að skerðingarreglur læsi ekki fólk í fátæktargildru. Heimila á öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Hækka á frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna og leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Hvetja á einstaklinginn til sjálfsbjargar og aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Afar mikilvægt er að sátt náist í samfélaginu í komandi kjarasamningsviðræðum, ekki aðeins milli fulltrúa vinnumarkaðarins og ríkisins, heldur einnig lífeyrisþega. Slík sátt myndi skapa grundvöll fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, þar sem allir eru fullir þátttakendur. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Kjaramál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin tryggi ofangreint. Hér er þörf á réttarbót enda býr alltof margt fólk úr þessum hópum við kjör sem duga ekki fyrir nauðþurftum eða brýnustu framfærslu. Nú eru fulltrúar vinnuveitenda og launþega í þann mund að hefja viðræður um gerð kjarasamninga. Stærsti einstaki kjarasamningurinn, lífskjarasamningurinn, rennur út 1. nóvember næstkomandi. Fjölmörg fordæmi eru fyrir því að ríkisstjórnin hafi aðkomu að kjaraviðræðum þegar um er að ræða víðfeðma samninga milli fjölda samtaka, bæði launþega og vinnuveitenda. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð lífskjarasamninganna árið 2019 er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þá gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að ráðist yrði í ýmsar aðgerðir, að upphæð 80 milljarðar kr., á gildistíma lífskjarasamninganna, til að styðja við markmið þeirra um stöðugleika og bætt kjör launafólks. Kjaragliðnun um tugi prósenta! Í 69. gr. laga um almannatryggingar segir að bætur almannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir þau skýru lagafyrirmæli hafa fjárhæðir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár og nú mælist samansöfnuð kjaragliðnun í tugum prósenta! ASÍ hefur ítrekað bent á það í umsögnum við fjárlög að það sé með öllu óásættanlegt að kjör elli- og örorkulífeyrisþega dragist aftur úr öðrum lágtekjuhópum og mælist til þess að bætur almannatrygginga taki hækkunum til samræmis við lægstu laun á vinnumarkaði. Án verkfallsréttar – án kjarabóta Öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta ekki nýtt sér verkfallsrétt til að krefjast kjarabóta. Það hefur tvímælalaust áhrif á þróun kjara þeirra, enda hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn virt mannréttindi þeirra svo gott sem að vettugi. Það er í senn nauðsynlegt og eðlilegt að fulltrúar öryrkja og ellilífeyrisþega eigi sæti við borðið í samningaviðræðum milli ríkis, launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör í landinu. Sagan sýnir að í slíkum viðræðum eru iðulega teknar veigamiklar ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna, sem varða hagsmuni allra landsmanna, og því ber ríkinu að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Aukin verðbólga muni bitna mest á þessum hópum öryrkja og aldaðra. Þátttaka og virkni í samfélaginu án skerðinga Mikilvægt er að almannatryggingakerfið tryggi lágmarksframfærslu og að skerðingarreglur læsi ekki fólk í fátæktargildru. Heimila á öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Hækka á frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna og leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Hvetja á einstaklinginn til sjálfsbjargar og aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Afar mikilvægt er að sátt náist í samfélaginu í komandi kjarasamningsviðræðum, ekki aðeins milli fulltrúa vinnumarkaðarins og ríkisins, heldur einnig lífeyrisþega. Slík sátt myndi skapa grundvöll fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, þar sem allir eru fullir þátttakendur. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun