Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. október 2022 14:01 Bjarni Benediktsson í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti það í lok síðustu viku að hann hyggðist hefja samtal við lífeyrissjóðina til að setja ÍL-sjóðinn, gamla íbúðalánasjóðinn, í slitameðferð. Þetta er leið sem myndi spara ríkinu talsverða fjármuni til lengri tíma en á móti fá lífeyrissjóðirnir minna greitt af þeim skuldum sem þeir eiga kröfu á í sjóðnum. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum, gagnrýndi þetta harðlega í Kastljósi í gær og sagði meðal annars að leiðin jafngilti greiðslufalli ríkisstjóðs og skaðaði lánstraust hans. Bjarni segir þetta kolrangt og allt of stór orð notuð. „Ég held að þetta sé bara lýsandi fyrir þá sem vilja ekkert gera í málinu. Þeir munu tala fyrir þessu. Og það verður bara að skoða í því ljósi að þetta eru þeir sem hafa hagsmuni í málinu sem eru að tjá sig.“ Það sé ekki forsvaranlegt að gera ekkert í málinu; ÍL-sjóður eigi ekki fyrir skuldum sínum og því myndi ríkisábyrgð sem var sett á skuldir hans 2019 virkjast á endanum. Betra sé að greiða skuldirnar upp strax. Leiðin skaði alls ekki lánstraust til ríkisins. „Þetta er svona nokkuð sem að maður sér stundum að þegar þeir sem eiga kröfur á annan að þá vilja þeir teikna upp þá mynd að ef að hann borgi ekki þá muni hans lánstraust skaðast. Og oft gengur það út á það að sá sem skuldar eigi að taka á sig meiri skuldir heldur en hann í raun og veru á að gera samkvæmt skilmálum eða lögum.“ „ÍL-sjóður á ekki fyrir þessum skuldum“ Gagnrýnin hljómi kunnuglega í hans eyrum. „Mér finnst ég vera að upplifa hérna hluti sem við sáum í uppgjöri við föllnu bankanna og mörg eftirmál þess. Sömuleiðis þegar við vorum að afnema höftin þá var sagt „nú skuluði fara vel með kröfuhafana því annars lána þeir ykkur aldrei aftur pening“. En málið var bara það að við lögðum þá upp með nákvæmlega það sama og ég er að segja hér Það á bara að gera svona mál upp á grundvelli skilmála og þeirra laga sem um efnið gilda,“ segir Bjarni. Hann var beðinn um að útskýra málið fyrir almenningi sem velti eflaust fyrir sér um hvað málið snúist í raun og veru. „Þetta snýst um það að þeir sem eru ósáttir eiga skuldabréf. Sum þeirra eiga að lifa til 2044. Þeir vilja fá verðtryggða vexti upp á 3,75 prósent til 2044. Ég er að benda á að sá sem skuldar, ÍL-sjóður, á ekki fyrir þessum skuldum. Við erum að gera eitthvað í því og ræða það mál.“ ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 „Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti það í lok síðustu viku að hann hyggðist hefja samtal við lífeyrissjóðina til að setja ÍL-sjóðinn, gamla íbúðalánasjóðinn, í slitameðferð. Þetta er leið sem myndi spara ríkinu talsverða fjármuni til lengri tíma en á móti fá lífeyrissjóðirnir minna greitt af þeim skuldum sem þeir eiga kröfu á í sjóðnum. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum, gagnrýndi þetta harðlega í Kastljósi í gær og sagði meðal annars að leiðin jafngilti greiðslufalli ríkisstjóðs og skaðaði lánstraust hans. Bjarni segir þetta kolrangt og allt of stór orð notuð. „Ég held að þetta sé bara lýsandi fyrir þá sem vilja ekkert gera í málinu. Þeir munu tala fyrir þessu. Og það verður bara að skoða í því ljósi að þetta eru þeir sem hafa hagsmuni í málinu sem eru að tjá sig.“ Það sé ekki forsvaranlegt að gera ekkert í málinu; ÍL-sjóður eigi ekki fyrir skuldum sínum og því myndi ríkisábyrgð sem var sett á skuldir hans 2019 virkjast á endanum. Betra sé að greiða skuldirnar upp strax. Leiðin skaði alls ekki lánstraust til ríkisins. „Þetta er svona nokkuð sem að maður sér stundum að þegar þeir sem eiga kröfur á annan að þá vilja þeir teikna upp þá mynd að ef að hann borgi ekki þá muni hans lánstraust skaðast. Og oft gengur það út á það að sá sem skuldar eigi að taka á sig meiri skuldir heldur en hann í raun og veru á að gera samkvæmt skilmálum eða lögum.“ „ÍL-sjóður á ekki fyrir þessum skuldum“ Gagnrýnin hljómi kunnuglega í hans eyrum. „Mér finnst ég vera að upplifa hérna hluti sem við sáum í uppgjöri við föllnu bankanna og mörg eftirmál þess. Sömuleiðis þegar við vorum að afnema höftin þá var sagt „nú skuluði fara vel með kröfuhafana því annars lána þeir ykkur aldrei aftur pening“. En málið var bara það að við lögðum þá upp með nákvæmlega það sama og ég er að segja hér Það á bara að gera svona mál upp á grundvelli skilmála og þeirra laga sem um efnið gilda,“ segir Bjarni. Hann var beðinn um að útskýra málið fyrir almenningi sem velti eflaust fyrir sér um hvað málið snúist í raun og veru. „Þetta snýst um það að þeir sem eru ósáttir eiga skuldabréf. Sum þeirra eiga að lifa til 2044. Þeir vilja fá verðtryggða vexti upp á 3,75 prósent til 2044. Ég er að benda á að sá sem skuldar, ÍL-sjóður, á ekki fyrir þessum skuldum. Við erum að gera eitthvað í því og ræða það mál.“
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 „Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00