Kæmi Bjarna á óvart ef landsfundur sæi ástæðu til að skipta honum út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2022 09:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það kæmi sér á óvart ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins sæi ástæðu til að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti kjörtímabilsins. Þetta sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður um mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Guðlaugur, sem gegnir embætti umhverfis-,orku-, og loftslagsmálaráðherra í ríkisstjórninni væri að íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni sækist þar eftir endurkjöri. Hann var spurður út í mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs í Bítinu í morgun. „Hann hefur nú ekkert gefið það út enn þá,“ svaraði Bjarni. Hann er að skoða það? „Jájá, ég sé fréttir. Það er reyndar þannig hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að það geta allir verið í framboði. Það eru eiginlega allir í framboði sem að bara að lyfta upp hönd á fundunum,“ sagði Bjarni enn fremur sem bætti við að hann tæki því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þó að það myndi koma sér á óvart ef ákveðið yrði að skipta um forystu flokksins þegar aðeins eitt ár er liðið af núverandi kjörtímabili. „Mér finnst hins vegar núna, við erum að hefja þetta kjörtímabil, það er eitt ár búið og það er mikið eftir. Það kæmi mér á óvart, ég verð nú að segja það bara alveg hreint út, ef að menn sæju ástæðu til þess að fara að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti. Það eru hlutir sem mér finnst kannski eiga frekar heima þegar menn eru að fara inn í kosningar og menn segja: „Heyrðu, nú vil ég leiða flokkinn í kosningum og ganga til samtals við kjósendur,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45 Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður um mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Guðlaugur, sem gegnir embætti umhverfis-,orku-, og loftslagsmálaráðherra í ríkisstjórninni væri að íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni sækist þar eftir endurkjöri. Hann var spurður út í mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs í Bítinu í morgun. „Hann hefur nú ekkert gefið það út enn þá,“ svaraði Bjarni. Hann er að skoða það? „Jájá, ég sé fréttir. Það er reyndar þannig hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að það geta allir verið í framboði. Það eru eiginlega allir í framboði sem að bara að lyfta upp hönd á fundunum,“ sagði Bjarni enn fremur sem bætti við að hann tæki því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þó að það myndi koma sér á óvart ef ákveðið yrði að skipta um forystu flokksins þegar aðeins eitt ár er liðið af núverandi kjörtímabili. „Mér finnst hins vegar núna, við erum að hefja þetta kjörtímabil, það er eitt ár búið og það er mikið eftir. Það kæmi mér á óvart, ég verð nú að segja það bara alveg hreint út, ef að menn sæju ástæðu til þess að fara að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti. Það eru hlutir sem mér finnst kannski eiga frekar heima þegar menn eru að fara inn í kosningar og menn segja: „Heyrðu, nú vil ég leiða flokkinn í kosningum og ganga til samtals við kjósendur,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45 Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45
Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10