Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 22:33 Rúnar Steinn saknar leikskólans. bjarni einarsson Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Leikskólanum Árborg var á dögunum lokað þar sem mygla greindist í húsnæðinu. Foreldrum barna á leikskólanum var tilkynnt þetta í október en skólinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. „Það var sagt fyrst í tölvupósti sem við fengum, eitt ár en svo á fundi um daginn var talað um kannski eitt og hálft ár eða tvö ár, þau vissu það ekki alveg. Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að bætast við og við vitum ekki neitt,“ sagði Anna María Toma, móðir. Fáliðun Börnin voru til að byrja með flutt í leikskóla í sundahverfinu sem verður að teljast löng vegalengd frá Árbænum en nú er stefnt að því að þau verði í Selásskóla. Börnin hafa hins vegar ekki farið á leikskóla síðustu daga vegna fáliðunar og veikinda starfsmanna. Olga og Anna María segja að foreldrar verði fyrir tekjutapi vegna mönnunarvandans.bjarni einarsson Hvað er langt síðan að börnin fóru á leikskóla? „Þau eru búin að vera heima síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við eigum að fá upplýsingar aftur í lok þessarar viku,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, móðir. Tekjutap Hún starfar hjá Vodafone og hefur verið að taka son sinn með í vinnuna. „Að taka barnið með sér í vinnuna er allt í lagi einu sinni og einu sinni en að taka það með tvisvar til þrisvar í viku og reyna að koma einhverju í verk, það er ekki hægt. Það eina sem borgin ætlar að gera er að lækka leikskólagjöldin þá daga sem leikskólinn er ekki opinn en tekjutapið er miklu meira en mánaðargjald á leikskóla.“ Þær segja litlar sem engar upplýsingar að fá frá borginni og hafa ekki hugmynd um það hvenær borgin muni tryggja mönnun á leikskólanum. „Við vitum ekkert hvernig næsta vika verður og þetta er rosalega mikil óvissa og erfitt fyrir marga. Það eru ekkert allir sem geta reddað öfum og ömmum til þess að passa,“ sagði Anna María. Þannig þið vitið ekkert hvernig næsta vika verður? „Nei, örugglega bara svona,“ sagði Olga. Segja borgina treysta á baklandið Þær segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland og að hlutirnir reddist. „Við erum ekki með neinn sem getur passað fyrir okkur á daginn þannig við verðum bara að taka þau með okkkur í vinnuna.“ Saknar þú þess að fara í leikskólann? „Já,“ sagði Rúnar Steinn, sonur Olgu Maríu.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira