Tímamót í tölfræði fyrir verslun og þjónustu Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt. Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu. Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Rannsóknasetrið á sér langa sögu en það var stofnað árið 2004. Að setrinu standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi setursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. RSV er óháður rannsóknaaðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi og gerir sér far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Með tilkomu Sarpsins geta stjórnendur nú tekið gagnadrifnar ákvarðanir á auðveldari hátt. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Verslun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt. Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu. Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Rannsóknasetrið á sér langa sögu en það var stofnað árið 2004. Að setrinu standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi setursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. RSV er óháður rannsóknaaðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi og gerir sér far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Með tilkomu Sarpsins geta stjórnendur nú tekið gagnadrifnar ákvarðanir á auðveldari hátt. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar