Það virðist lítið geta komið í veg fyrir sigur Panathinaikos þó aðeins séu tíu umferðir búnar af grísku úrvalsdeildinni. Hörður Björgvin og félagar hafa unnið alla tíu leiki sína í deildinni og þá var markið sem liðið fékk á sig í dag aðeins það þriðja sem liðið fær á sig á leiktíðinni.
team #Panathinaikos #PAOFC2022_23 #VOLPAO #StepUp pic.twitter.com/6U9iYIrdmE
— Panathinaikos F.C. (@paofc_) October 29, 2022
AEK Aþena á leik til góða og getur minnkað muninn niður í sex stig en sem stendur virðist Panathinaikos hreinlega óstöðvandi.
Í Noregi fékk Brynjar Ingi loks byrjunarliðssæti eftir að hafa verið út í kuldanum undanfarið. Brynjar Ingi hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var á lista sem enginn vill vera á nýverið.
Brynjar Ingi var í hjarta varnar Vålerenga þegar liðið gerði 3-3 jafntefli í dag. Vålerenga er í 5. sæti deildarinnar með 43 stig.