„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:30 Bjarni Benediksston, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira