Jarðvarminn: Mikilvægasta auðlind Íslands Hera Grímsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 11:00 Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta. Hugtakið orka sem kemur frá þessum auðlindum nær þó ekki eingöngu yfir rafmagn og nýtingu þess, heldur einnig um nýtingu orku til húshitunar. Jarðvarminn er okkar helsti orkugjafi og um 60% af frumorkunotkun Íslands er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Raforkan, frá vatnsafli eða jarðhita, er um 25% af frumorkunotkun samkvæmt vefnum orkuskipti.is sem fór í loftið í nýverið. Við áframhaldandi orkuskipti á nýjum sviðum verðum við einnig að standa vörð um árangurinn sem þegar hefur náðst. Hitaveitur í heila öld Mikið framfaraskref var tekið hér á landi í kringum 1930 þegar ákveðið var að tryggja okkur trausta, örugga og græna orku til húshitunar með nýtingu jarðvarmans, sem við njótum góðs af enn þann dag í dag. Meðan orkukreppa geysar í Evrópu og víðar þá getum við sem hér búum notið þess að fara í sundlaugar landsins allan ársins hring, hitað upp híbýli okkar og andað að okkur hreinu lofti. Til að hita upp borgir (eða að sinna loftkælingu) þarf gríðarlega orku. Það er víðar en á Íslandi sem þarf að kynda og áætlað er að innan ESB fari um 63% orkunotkunar heimila í kyndinguna eina. Nú er staðan sú að löndin í kringum okkur þurfa að sætta sig við orkuskort, orkuóöryggi og ótrúlegt orkuverð. Þá hefur víða verið sett þak á hitastig í opinberum byggingum. Hitaveiturnar okkar hafa því haft og hafa ennþá mikil áhrif á samfélag okkar. Þær auka lífsgæði okkar, auka ráðstöfunartekjur heimilanna að ekki sé minnst á loftslagsávinninginn sem hitaveitan hefur fært okkur. Hvað með öll nýju húsin? Algengt er í umræðu um komandi orkuskipti hér á Íslandi að við séum búin að orkuskipta húshitun og raforkuframleiðslu, en að við eigum samgönguhlutann eftir. Það er auðvitað rétt að orkuskipti í samgöngum eru nauðsyn. Það er þó vert að hafa í huga að þegar sagt er að orkuskiptum húshitunar sé lokið, aðallega með nýtingu jarðvarmans, þá er í raun aðeins verið að skoða punktstöðuna, en ekki horfa til framtíðar. Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er búist við að íbúar Íslands verði um 450.000 árið 2050 og jafnvel um 500.000 árið 2070. Árið 2021 var eitt stærsta uppbyggingarár Reykjavíkurborgar og nýlega var kynnt að áætluð þörf á nýjum íbúðum á landinu öllu nemi 3.500-4.000 á ári hverju. Reynslan sýnir að notkun á heitu vatni eykst í réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Í jarðvarmaspá Orkustofnunar 2021-2060 er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir orkunni úr jarðvarmanum muni aukast um 63% á tímabilinu og um 38% bara vegna húshitunar. Til að mæta þessari auknu eftirspurn og þannig viðhalda orkuskiptum í húshitun þarf að rannsaka og afla orku í formi heits vatns því núverandi svæði standa ekki undir henni. Það er því mikið verkefni fram undan og þar mun Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Veitur og Orka náttúrunnar, áfram gegna lykilhlutverki. Jarðvarminn er ekki óendanlegur Jarðvarminn sem er okkur aðgengilegur til nýtingar er ekki endalaus eða ótakmörkuð auðlind. Því þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun, jafnvel hvíla svæði ef að við nýtum forðann í þeim hraðar en náttúran hefur undan við að endurnýja hann. Frekari varmavinnsla og bætt nýting er því nauðsynleg til að mæta þörf næstu áratuga. Ef þessu verður ekki sinnt er hætta á að leita þurfi annara leiða en að nýta græna orku til að standa undir þeim lífsgæðum sem að við búum við í dag. Ein af helstu áskorunum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja er því að viðhalda þeim grunni lífsgæða sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð. Hlutverk okkar er að nýta auðlindir á ábyrgan og hagkvæman hátt til að þjóna heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til þess með nýsköpun og rannsóknum. Horfa þarf langt fram í tímann og spá fyrir um hver eftirspurn eftir orku til húshitunar geti orðið. Við spáum í hvernig sé hægt að mæta eftirspurninni með því að nýta auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt og af virðingu fyrir náttúrunni til þess að ganga ekki á rétt komandi kynslóða til þessara lífsgæða. Full orkuskipti í samgöngum þurfa að verða að veruleika og samhliða þarf að viðhalda þeim grunnlífsskilyrðum sem við búum við í dag. Til að svo megi verða þarf að forgangsraða jarðhitaauðlindum í þágu húshitunar þannig að við höfum áfram aðgengi að grænni, hagkvæmri og öruggi orku fyrir vistvænt líf á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta. Hugtakið orka sem kemur frá þessum auðlindum nær þó ekki eingöngu yfir rafmagn og nýtingu þess, heldur einnig um nýtingu orku til húshitunar. Jarðvarminn er okkar helsti orkugjafi og um 60% af frumorkunotkun Íslands er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Raforkan, frá vatnsafli eða jarðhita, er um 25% af frumorkunotkun samkvæmt vefnum orkuskipti.is sem fór í loftið í nýverið. Við áframhaldandi orkuskipti á nýjum sviðum verðum við einnig að standa vörð um árangurinn sem þegar hefur náðst. Hitaveitur í heila öld Mikið framfaraskref var tekið hér á landi í kringum 1930 þegar ákveðið var að tryggja okkur trausta, örugga og græna orku til húshitunar með nýtingu jarðvarmans, sem við njótum góðs af enn þann dag í dag. Meðan orkukreppa geysar í Evrópu og víðar þá getum við sem hér búum notið þess að fara í sundlaugar landsins allan ársins hring, hitað upp híbýli okkar og andað að okkur hreinu lofti. Til að hita upp borgir (eða að sinna loftkælingu) þarf gríðarlega orku. Það er víðar en á Íslandi sem þarf að kynda og áætlað er að innan ESB fari um 63% orkunotkunar heimila í kyndinguna eina. Nú er staðan sú að löndin í kringum okkur þurfa að sætta sig við orkuskort, orkuóöryggi og ótrúlegt orkuverð. Þá hefur víða verið sett þak á hitastig í opinberum byggingum. Hitaveiturnar okkar hafa því haft og hafa ennþá mikil áhrif á samfélag okkar. Þær auka lífsgæði okkar, auka ráðstöfunartekjur heimilanna að ekki sé minnst á loftslagsávinninginn sem hitaveitan hefur fært okkur. Hvað með öll nýju húsin? Algengt er í umræðu um komandi orkuskipti hér á Íslandi að við séum búin að orkuskipta húshitun og raforkuframleiðslu, en að við eigum samgönguhlutann eftir. Það er auðvitað rétt að orkuskipti í samgöngum eru nauðsyn. Það er þó vert að hafa í huga að þegar sagt er að orkuskiptum húshitunar sé lokið, aðallega með nýtingu jarðvarmans, þá er í raun aðeins verið að skoða punktstöðuna, en ekki horfa til framtíðar. Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er búist við að íbúar Íslands verði um 450.000 árið 2050 og jafnvel um 500.000 árið 2070. Árið 2021 var eitt stærsta uppbyggingarár Reykjavíkurborgar og nýlega var kynnt að áætluð þörf á nýjum íbúðum á landinu öllu nemi 3.500-4.000 á ári hverju. Reynslan sýnir að notkun á heitu vatni eykst í réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Í jarðvarmaspá Orkustofnunar 2021-2060 er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir orkunni úr jarðvarmanum muni aukast um 63% á tímabilinu og um 38% bara vegna húshitunar. Til að mæta þessari auknu eftirspurn og þannig viðhalda orkuskiptum í húshitun þarf að rannsaka og afla orku í formi heits vatns því núverandi svæði standa ekki undir henni. Það er því mikið verkefni fram undan og þar mun Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Veitur og Orka náttúrunnar, áfram gegna lykilhlutverki. Jarðvarminn er ekki óendanlegur Jarðvarminn sem er okkur aðgengilegur til nýtingar er ekki endalaus eða ótakmörkuð auðlind. Því þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun, jafnvel hvíla svæði ef að við nýtum forðann í þeim hraðar en náttúran hefur undan við að endurnýja hann. Frekari varmavinnsla og bætt nýting er því nauðsynleg til að mæta þörf næstu áratuga. Ef þessu verður ekki sinnt er hætta á að leita þurfi annara leiða en að nýta græna orku til að standa undir þeim lífsgæðum sem að við búum við í dag. Ein af helstu áskorunum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja er því að viðhalda þeim grunni lífsgæða sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð. Hlutverk okkar er að nýta auðlindir á ábyrgan og hagkvæman hátt til að þjóna heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til þess með nýsköpun og rannsóknum. Horfa þarf langt fram í tímann og spá fyrir um hver eftirspurn eftir orku til húshitunar geti orðið. Við spáum í hvernig sé hægt að mæta eftirspurninni með því að nýta auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt og af virðingu fyrir náttúrunni til þess að ganga ekki á rétt komandi kynslóða til þessara lífsgæða. Full orkuskipti í samgöngum þurfa að verða að veruleika og samhliða þarf að viðhalda þeim grunnlífsskilyrðum sem við búum við í dag. Til að svo megi verða þarf að forgangsraða jarðhitaauðlindum í þágu húshitunar þannig að við höfum áfram aðgengi að grænni, hagkvæmri og öruggi orku fyrir vistvænt líf á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun