Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:26 Guðlaugur Þór hefur sagt að staða Sjálfstæðisflokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna. Vísir/Vilhelm Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45