Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Lögreglan Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun