Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort – vörumst netsvik Heiðrún Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun