Skjálftinn mældist á um 25 kílómetra dýpi, samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Flóðbylgjuviðvörunin í Tonga er annars stigs og er ekki búist við miklum skemmdum eða mannskaða, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Notable quake, preliminary info: M 7.1 - 207 km ESE of Neiafu, Tonga https://t.co/fTPzMTjV8D
— USGS Earthquakes (@USGS_Quakes) November 11, 2022
Íbúar Tonga urðu fyrir miklu áfalli í upphafi ársins þegar stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. Eyjunar voru þakktar ösku og flóðbylgja skall einnig á þeim.
Sjá einnig: Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu