Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Bjarni Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 20:01 Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fjarskipti Skagaströnd Skagabyggð Vinstri græn Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun