Katrín Tanja opnar sig við Anníe Mist: Ég missti sjálfstraustið og trúna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fóru yfir tvö síðustu ár saman. Skjámynd/Youtube/Dóttir Íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir halda áfram að bralla eitthvað saman og það nýjasta hjá þeim er hlaðvarpsþátturinn Dóttir. Þær hafa saman haldið Dóttir nafninu á lofti á ýmsum vettvangi og nú munu þær ræða líf sitt sem atvinnumenn í CrossFit íþróttinni. Báðar hafa þær orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit en um leið hafa þær farið í gegnum erfiðleika undanfarin ár. Tvö erfið en ólík ár hjá þeim Í fyrsta hlaðvarpsþættinum ræða þær þessi tvö síðustu ár en uppskera þeirra er mjög ólík. Á meðan Anníe Mist hefur komist á verðlaunapall á heimsleikum og verið á palli á tveimur Rogue mótum þá komst Katrín Tanja ekki inn á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe Mist náði þessum árangri þrátt fyrir að ganga í gegnum mjög erfiða fæðingu og komast á pall innan við ári síðar en Katrín Tanja hafði komist yfir mjög erfið bakmeiðsli á Covid árinu og komist sjálf á verðlaunapall á heimsleikunum 2020. Árin 2021 og sérstaklega 2022 voru hins vegar mikil vonbrigði fyrir Katrínu og hún hefur nú skipti tvisvar sinnum um þjálfara á undanförnum árum. Líka óttaslegin Katrín kynnir hlaðvarpsþáttinn á samfélagsmiðlum sínum. „Eins og ég er spennt að deila þessu með ykkur þá er ég líka mjög óttaslegin og áhyggjufull yfir því líka. Ég get samt ekki beðið eftir því að þið kynnist Anníe Mist eins og ég þekki hana. Að láta hana veita ykkur innblástur eins og hún hefur veitt mér. Hún fær þig líka til að trúa á þig sjálfa,“ skrifaði Katrín Tanja. Katrín segir frá því sem fór í gegnum huga hennar á þessum vonbrigðartímabilum. „Ég missti sjálfstraustið og trúna. Ég gat ekki lengur sagt að ég ætlaði að verða sú hraustasta í heimi,“ sagði Katrín Tanja og það er óhætt að segja að hún hafi þarna opnað sig í samtalinu við Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín segist hafa verið í frábæru formi á síðasta tímabili en að hún hafi gert mistök í undanúrslitunum sem kostuðu hana sæti á heimsleikunum. Þessi mistök komu að hennar mati til vegna vafa um eigin geti og skort á trú á sína getu sem er eitthvað sem hún hefur ekki þurft oft að glíma við áður. Fann eldmóðinn á ný Katrín viðurkennir líka að hún hafi því miður þurft á svona vonbrigðum að halda til að finna eldmóðinn aftur. Þegar hún missti síðast af leikunum þá kom hún gríðarlega sterk til baka og fór alla leið efst upp á verðlaunapallinn á heimsleikunum. Katrín Tanja segist nú vera búinn að finna eldmóðinn sinn á ný og „eldur“ (fire) sé orðið hennar fyrir þetta ár. Katrín Tanja hefur enn á ný gert breytingar hjá sér. „Breytingar eru oft óþægilegar en það eru þessi óþægindi sem búa til möguleika til að vaxa,“ sagði Katrín. Katrín Tanja og Anníe ræða ýmislegt í hlaðvarpinu og meðal annars hvað þær hafa lært af hvorri annarri og hvað vinátta þeirra hefur skilað miklu. Anníe þakkar Katrínu líka fyrir Anníe Mist viðurkennir það meðal annars að hún væri líklega ekki enn að keppa nema ef það væri fyrir Katrínu Tönju. Þær tala um hvað það sé gott að æfa með hvorri annarri þar sem keppnisskapið keyri þær áfram. Þær enduðu síðan samtalið á að segja að Katrín Tanja væri á leiðinni út á flugvöll til að fljúga til Bandaríkjanna þar sem hún heldur áfram undirbúningi sínum fyrir tímabilið. Það má hlusta á allt samtalið þeirra hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YLd4ZwJsyGc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Sjá meira
Þær hafa saman haldið Dóttir nafninu á lofti á ýmsum vettvangi og nú munu þær ræða líf sitt sem atvinnumenn í CrossFit íþróttinni. Báðar hafa þær orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit en um leið hafa þær farið í gegnum erfiðleika undanfarin ár. Tvö erfið en ólík ár hjá þeim Í fyrsta hlaðvarpsþættinum ræða þær þessi tvö síðustu ár en uppskera þeirra er mjög ólík. Á meðan Anníe Mist hefur komist á verðlaunapall á heimsleikum og verið á palli á tveimur Rogue mótum þá komst Katrín Tanja ekki inn á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe Mist náði þessum árangri þrátt fyrir að ganga í gegnum mjög erfiða fæðingu og komast á pall innan við ári síðar en Katrín Tanja hafði komist yfir mjög erfið bakmeiðsli á Covid árinu og komist sjálf á verðlaunapall á heimsleikunum 2020. Árin 2021 og sérstaklega 2022 voru hins vegar mikil vonbrigði fyrir Katrínu og hún hefur nú skipti tvisvar sinnum um þjálfara á undanförnum árum. Líka óttaslegin Katrín kynnir hlaðvarpsþáttinn á samfélagsmiðlum sínum. „Eins og ég er spennt að deila þessu með ykkur þá er ég líka mjög óttaslegin og áhyggjufull yfir því líka. Ég get samt ekki beðið eftir því að þið kynnist Anníe Mist eins og ég þekki hana. Að láta hana veita ykkur innblástur eins og hún hefur veitt mér. Hún fær þig líka til að trúa á þig sjálfa,“ skrifaði Katrín Tanja. Katrín segir frá því sem fór í gegnum huga hennar á þessum vonbrigðartímabilum. „Ég missti sjálfstraustið og trúna. Ég gat ekki lengur sagt að ég ætlaði að verða sú hraustasta í heimi,“ sagði Katrín Tanja og það er óhætt að segja að hún hafi þarna opnað sig í samtalinu við Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín segist hafa verið í frábæru formi á síðasta tímabili en að hún hafi gert mistök í undanúrslitunum sem kostuðu hana sæti á heimsleikunum. Þessi mistök komu að hennar mati til vegna vafa um eigin geti og skort á trú á sína getu sem er eitthvað sem hún hefur ekki þurft oft að glíma við áður. Fann eldmóðinn á ný Katrín viðurkennir líka að hún hafi því miður þurft á svona vonbrigðum að halda til að finna eldmóðinn aftur. Þegar hún missti síðast af leikunum þá kom hún gríðarlega sterk til baka og fór alla leið efst upp á verðlaunapallinn á heimsleikunum. Katrín Tanja segist nú vera búinn að finna eldmóðinn sinn á ný og „eldur“ (fire) sé orðið hennar fyrir þetta ár. Katrín Tanja hefur enn á ný gert breytingar hjá sér. „Breytingar eru oft óþægilegar en það eru þessi óþægindi sem búa til möguleika til að vaxa,“ sagði Katrín. Katrín Tanja og Anníe ræða ýmislegt í hlaðvarpinu og meðal annars hvað þær hafa lært af hvorri annarri og hvað vinátta þeirra hefur skilað miklu. Anníe þakkar Katrínu líka fyrir Anníe Mist viðurkennir það meðal annars að hún væri líklega ekki enn að keppa nema ef það væri fyrir Katrínu Tönju. Þær tala um hvað það sé gott að æfa með hvorri annarri þar sem keppnisskapið keyri þær áfram. Þær enduðu síðan samtalið á að segja að Katrín Tanja væri á leiðinni út á flugvöll til að fljúga til Bandaríkjanna þar sem hún heldur áfram undirbúningi sínum fyrir tímabilið. Það má hlusta á allt samtalið þeirra hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YLd4ZwJsyGc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Sjá meira