Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 13:56 Ef fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað munu tólf starfsmenn missa vinnuna og 21 fangelsispláss hverfa. Vísir/Magnús Hlynur Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Þetta kemur fram í minnisblaði dómsmálaráðuneytisins varðandi fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í ræðu sinni á Alþingi í gær að fangelsismál væru í algjörum ólestri og lýsti yfir neyðarástandi í málaflokknum. Þá segir dómsmálaráðherra ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Á minnisblaðinu er tekið fram að rekstrarumhverfi fangelsiskerfisins á Íslandi hafi verið mjög þungt um margra ára skeið og hefur það kallað á miklar tilfæringar og gríðarlegt aðhald. Rekstrarvandi stofnunarinnar er nokkuð margþættur en ljóst er að uppsafnaður niðurskurður á grunnfjárheimildir stofnunarinnar vegur þar þyngst. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu og rekstrarútlit það sem eftir lifir árs þarf að lágmarki 150 m.kr. á fjáraukalögum til að stofnunin geti með góðu móti byrjað næsta rekstrarár með þokkalega hreint borð fjárhagslega. 80 prósent nýting á þessu ári Nýting fangarýma í fangelsunum 2021 var ríflega 77 prósent. Nýting fangelsisrýma á yfirstandandi ári hefur verið ríflega 80% þrátt fyrir að hús 3 (23 rými) á Litla Hrauni hafi verið lokað í ríflega fjóra mánuði á árinu. Á sama tíma eru refsingar að fyrnast en sem dæmi má nefna árið 2021 fyrndust 28 refsingar og 22 refsingar fyrndust árið á undan. Slæm fjárhagsstaða hefur sömuleiðis leitt til þess að ekki hefur verið ráðið í allar stöður þeirra starfsmanna og fangavarða sem hafa hætt og ráðningum frestað ítrekað. Útgjöld vegna langtíma- og skammtímaveikinda fangavarða hafa aukist mjög mikið, meðal annars vegna alvarlegra líkamsárasa á fangaverði og þá hafa vaktkerfisbreytingar einnig haft áhrif á fjarvistir. Þá kemur fram á minnisblaðinu að afleidd vandamál mjög strangs aðhalds í rekstri og mönnun hefur aukið mjög álag á fangaverði og í raun allt starfsfólk stofnunarinnar sem aftur hefur valdið óánægju og þreytu meðal starfsmanna með tilheyrandi afleiðingum. Slæm fjárhagsstaða hefur einnig haft mikil áhrif á öryggi og aðbúnað innan fangelsanna en stórlega hefur dregið úr öryggi vegna þess að endurnýjun á öryggisbúnaði hefur verið nánast stöðvuð að miklu leyti um langan tíma. Ljóst er að kostnaður vegna bráðnauðsynlegra endurbóta á eftirlits- og öryggiskerfum, s.s. myndavélum, kallkerfum í klefa, aðgangs- og samskiptakerfum, neyðarhnöppum o.fl. er þess eðlis að veruleg hætta er á áföllum og jafnvel dauðsföllum ef ekki verður úr bætt. Afleiðingar ef ekki koma til auknar fjárheimildir 2023 og fjárauki 2022 eru þær að fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað frá og með 1. janúar 2023. Munu þá tólf starfsmenn missa vinnuna og 21 fangelsispláss hverfa. Húsi 3 á Litla Hrauni verður lokað, a.m.k. allt árið 2023, fjórir til fimm starfsmenn missa vinnuna eða fá ekki framhaldsráðningu og 23 fangelsispláss munu hverfa. Komi til þessara lokana hefur fangarýmum á fáum árum fækkað úr 187 þegar þau voru flest árið 2019 í 143 rými miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Þá mun boðunarlisti lengjast og fyrningar refsinga aukast auk þess sem starfsfólk mun þreytast og starfsánægja mun skerðast verulega. Þá munu öryggismál fangelsanna vera áfram í ólestri. Lengri dómar en áður Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að álagið væri miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því.“ Fangelsismál Dómsmál Ölfus Tengdar fréttir Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30 Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði dómsmálaráðuneytisins varðandi fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í ræðu sinni á Alþingi í gær að fangelsismál væru í algjörum ólestri og lýsti yfir neyðarástandi í málaflokknum. Þá segir dómsmálaráðherra ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Á minnisblaðinu er tekið fram að rekstrarumhverfi fangelsiskerfisins á Íslandi hafi verið mjög þungt um margra ára skeið og hefur það kallað á miklar tilfæringar og gríðarlegt aðhald. Rekstrarvandi stofnunarinnar er nokkuð margþættur en ljóst er að uppsafnaður niðurskurður á grunnfjárheimildir stofnunarinnar vegur þar þyngst. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu og rekstrarútlit það sem eftir lifir árs þarf að lágmarki 150 m.kr. á fjáraukalögum til að stofnunin geti með góðu móti byrjað næsta rekstrarár með þokkalega hreint borð fjárhagslega. 80 prósent nýting á þessu ári Nýting fangarýma í fangelsunum 2021 var ríflega 77 prósent. Nýting fangelsisrýma á yfirstandandi ári hefur verið ríflega 80% þrátt fyrir að hús 3 (23 rými) á Litla Hrauni hafi verið lokað í ríflega fjóra mánuði á árinu. Á sama tíma eru refsingar að fyrnast en sem dæmi má nefna árið 2021 fyrndust 28 refsingar og 22 refsingar fyrndust árið á undan. Slæm fjárhagsstaða hefur sömuleiðis leitt til þess að ekki hefur verið ráðið í allar stöður þeirra starfsmanna og fangavarða sem hafa hætt og ráðningum frestað ítrekað. Útgjöld vegna langtíma- og skammtímaveikinda fangavarða hafa aukist mjög mikið, meðal annars vegna alvarlegra líkamsárasa á fangaverði og þá hafa vaktkerfisbreytingar einnig haft áhrif á fjarvistir. Þá kemur fram á minnisblaðinu að afleidd vandamál mjög strangs aðhalds í rekstri og mönnun hefur aukið mjög álag á fangaverði og í raun allt starfsfólk stofnunarinnar sem aftur hefur valdið óánægju og þreytu meðal starfsmanna með tilheyrandi afleiðingum. Slæm fjárhagsstaða hefur einnig haft mikil áhrif á öryggi og aðbúnað innan fangelsanna en stórlega hefur dregið úr öryggi vegna þess að endurnýjun á öryggisbúnaði hefur verið nánast stöðvuð að miklu leyti um langan tíma. Ljóst er að kostnaður vegna bráðnauðsynlegra endurbóta á eftirlits- og öryggiskerfum, s.s. myndavélum, kallkerfum í klefa, aðgangs- og samskiptakerfum, neyðarhnöppum o.fl. er þess eðlis að veruleg hætta er á áföllum og jafnvel dauðsföllum ef ekki verður úr bætt. Afleiðingar ef ekki koma til auknar fjárheimildir 2023 og fjárauki 2022 eru þær að fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað frá og með 1. janúar 2023. Munu þá tólf starfsmenn missa vinnuna og 21 fangelsispláss hverfa. Húsi 3 á Litla Hrauni verður lokað, a.m.k. allt árið 2023, fjórir til fimm starfsmenn missa vinnuna eða fá ekki framhaldsráðningu og 23 fangelsispláss munu hverfa. Komi til þessara lokana hefur fangarýmum á fáum árum fækkað úr 187 þegar þau voru flest árið 2019 í 143 rými miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Þá mun boðunarlisti lengjast og fyrningar refsinga aukast auk þess sem starfsfólk mun þreytast og starfsánægja mun skerðast verulega. Þá munu öryggismál fangelsanna vera áfram í ólestri. Lengri dómar en áður Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að álagið væri miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því.“
Fangelsismál Dómsmál Ölfus Tengdar fréttir Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30 Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. 22. nóvember 2022 23:30
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40