„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:00 Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun