„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:00 Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun