Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 09:43 Frá samstöðumótmælum í New York. AP/John Minchillo Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda í risaborginni Guangzhou í nótt. Mótmælendur köstuðu hlutum að óeirðarlögreglu í sóttvarnagöllum, sem réðist gegn fólkinu og handtók að minnsta kosti tug manna. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir í þorpinu Houjiao í stjórnsýslueiningunni Haizhu. Bróðurpartur allra Covid-tilvika í Guangzhou hefur greinst í Houjiao en íbúar þar eru um 1,8 milljón talsins. Útgöngubann hefur verið í gildi á stórum svæðum í Houjiao frá því í október. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í öryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastórn stæði með þeim sem mótmæltu friðsamlega, hvort sem um væri að ræða Kína eða Íran. Það ætti ekki að ógna mótmælendum né beita þá harðræði. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði þarlend stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála og að allir Kínverjar ættu að njóta frelsis til að mótmæla og tjá sig. Mótmælaöldur á borð við þá sem nú gengur yfir Kína eru fátíðar og stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að leita uppi mótmælendur og handtaka. Fjöldi þeirra sem hefur verið handtekinn er ókunnur. Mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir afsögn forsetans Xi Jinping. Utanríkisráðherra Kína hefur sagt að iðka beri réttindi og frelsi innan ramma laganna. Kína Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda í risaborginni Guangzhou í nótt. Mótmælendur köstuðu hlutum að óeirðarlögreglu í sóttvarnagöllum, sem réðist gegn fólkinu og handtók að minnsta kosti tug manna. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir í þorpinu Houjiao í stjórnsýslueiningunni Haizhu. Bróðurpartur allra Covid-tilvika í Guangzhou hefur greinst í Houjiao en íbúar þar eru um 1,8 milljón talsins. Útgöngubann hefur verið í gildi á stórum svæðum í Houjiao frá því í október. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í öryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastórn stæði með þeim sem mótmæltu friðsamlega, hvort sem um væri að ræða Kína eða Íran. Það ætti ekki að ógna mótmælendum né beita þá harðræði. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði þarlend stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála og að allir Kínverjar ættu að njóta frelsis til að mótmæla og tjá sig. Mótmælaöldur á borð við þá sem nú gengur yfir Kína eru fátíðar og stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að leita uppi mótmælendur og handtaka. Fjöldi þeirra sem hefur verið handtekinn er ókunnur. Mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir afsögn forsetans Xi Jinping. Utanríkisráðherra Kína hefur sagt að iðka beri réttindi og frelsi innan ramma laganna.
Kína Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira