Fyrrverandi forseti Kína látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:30 Kona tekur mynd af mynd af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta Kína, á þjóðmiðjasafni í Beijing árið 2018. Vísir/EPA Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann. Kína Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann.
Kína Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira