Eru fjármál borgarinnar brandari? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. desember 2022 07:30 „Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun