Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 13:32 Víkingur AK við bryggju á Vopnafirði í morgun. Loðnunni var dælt úr lestum skipsins og beint inn í vinnsluhús Brims. Brim/Magnús Þór Róbertsson Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Það var á tíunda tímanum í morgun sem uppsjávarfiskiskipið Víkingur Ak lagðist að bryggju á Vopnafirði með um sjöhundruð tonn af loðnu sem veiddust úti fyrir Norðurlandi, austur af Kolbeinseyjarhrygg. Víkingur AK siglir inn til Vopnafjarðar í ljósaskiptunum í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir að loðnan líti mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og vonast hann til að hægt verði að frysta megnið af henni til manneldis en eitthvað af henni muni þó fara til fiskimjölsframleiðslu. Víkingur kominn að bryggju með 700 tonna loðnufarm.Brim/Magnús Þór Róbertsson Þessi byrjun loðnuvertíðar er óvenju snemma þennan veturinn miðað við undanfarin ár. Þannig rifjar Magnús Þór upp að áratugur er liðinn frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól en það var árið 2012. Segir Magnús þetta sannkallaðan jólabónus, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Loðnan flæðir inn í flokkunarvélar uppsjávarvinnslu Brims á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn. Þar af áætlar Magnús að 15 til 18 manns vinni við loðnufrystinguna og fjórir í bræðslunni. Magnús segir þó óvíst hversu samfelld vinnslan verður núna í desember en annað skip Brims, Venus, er á siglingu úti fyrir Norðausturlandi að skyggnast eftir loðnu og stefnir á sömu slóðir og fyrsta loðnan veiddist um helgina. Frá Vopnafirði. Þar er Brim langstærsta fyrirtækið.Stöð 2 Þá var skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, á leið til Neskaupstaðar með 1.240 tonn af loðnu, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, og áætlaði hann fyrir hádegi að koma inn til Norðfjarðar um eittleytið. Sturla gerir ráð fyrir að loðnan fari til bræðslu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Það var á tíunda tímanum í morgun sem uppsjávarfiskiskipið Víkingur Ak lagðist að bryggju á Vopnafirði með um sjöhundruð tonn af loðnu sem veiddust úti fyrir Norðurlandi, austur af Kolbeinseyjarhrygg. Víkingur AK siglir inn til Vopnafjarðar í ljósaskiptunum í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir að loðnan líti mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og vonast hann til að hægt verði að frysta megnið af henni til manneldis en eitthvað af henni muni þó fara til fiskimjölsframleiðslu. Víkingur kominn að bryggju með 700 tonna loðnufarm.Brim/Magnús Þór Róbertsson Þessi byrjun loðnuvertíðar er óvenju snemma þennan veturinn miðað við undanfarin ár. Þannig rifjar Magnús Þór upp að áratugur er liðinn frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól en það var árið 2012. Segir Magnús þetta sannkallaðan jólabónus, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Loðnan flæðir inn í flokkunarvélar uppsjávarvinnslu Brims á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn. Þar af áætlar Magnús að 15 til 18 manns vinni við loðnufrystinguna og fjórir í bræðslunni. Magnús segir þó óvíst hversu samfelld vinnslan verður núna í desember en annað skip Brims, Venus, er á siglingu úti fyrir Norðausturlandi að skyggnast eftir loðnu og stefnir á sömu slóðir og fyrsta loðnan veiddist um helgina. Frá Vopnafirði. Þar er Brim langstærsta fyrirtækið.Stöð 2 Þá var skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, á leið til Neskaupstaðar með 1.240 tonn af loðnu, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, og áætlaði hann fyrir hádegi að koma inn til Norðfjarðar um eittleytið. Sturla gerir ráð fyrir að loðnan fari til bræðslu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent