Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda Ólafur Stephensen skrifar 15. desember 2022 15:01 „... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Blóm Stjórnsýsla Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun