Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 09:00 Elon Musk er umdeildur. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk. Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk.
Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira