Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 15:55 Frá Hornströndum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59