Kallað eftir afsögn eftir að forseti UFC sló til eiginkonu sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 16:31 Dana White hefur sætt töluverðri gagnrýni. vísir/getty Dana White, forseti UFC bardagasamtakanna, hefur beðist afsökunar á því að hafa ítrekað slegið eiginkonu sína á nýársnótt eftir að myndskeið af atvikinu birtist á vefmiðlum í gær. Hann kveðst eiga sér engar málsbætur í málinu. Myndskeiðið fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir hafa kallað eftir afsögn White úr forsetastóli UFC vegna málsins. Á myndskeiðinu sést kastast í kekki milli hjónanna til 26 ára, þeirra Dana og Anne White. Anne virðist þar í miklu uppnámi og slær Dana utan undir. Hann svaraði fyrir sig með því að slá ítrekað til hennar á móti, áður en þeim var stíað í sundur. SHOCKING FOOTAGE!!! UFC President and Power Slap Fighting League owner Dana White slapping his wife up in a night club. pic.twitter.com/PBXagE3Fi4— The World Famous MVO (Matt) (@izdatyofaceee) January 3, 2023 Í samtali við TMZ segir Dana að hegðun hans á myndskeiðinu sé óafsakanleg. „Þið hafið heyrt mig segja það árum saman, það er engin afsökun fyrir því að slá konur, og nú er ég kominn hingað að ræða það,“ „Ég skammast mín. Það var klárlega mikið áfengi sem hafði áhrif, en það er engin afsökun. Ég get á engan hátt afsakað þetta,“ segir Dana White. Anne White tekur í sama streng. Hún segir atvikið vandræðalegt og slíkt hafi aldrei komið yfir áður. „Þetta er út úr karakter fyrir hann og hefur aldrei gerst áður. Því miður neyttum við bæði óhóflegs magns áfengis þetta kvöld og misstum stjórn,“ segir Anne. Ekki liggur fyrir hvort frekari eftirmálar verði af atvikinu. MMA Bandaríkin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Myndskeiðið fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir hafa kallað eftir afsögn White úr forsetastóli UFC vegna málsins. Á myndskeiðinu sést kastast í kekki milli hjónanna til 26 ára, þeirra Dana og Anne White. Anne virðist þar í miklu uppnámi og slær Dana utan undir. Hann svaraði fyrir sig með því að slá ítrekað til hennar á móti, áður en þeim var stíað í sundur. SHOCKING FOOTAGE!!! UFC President and Power Slap Fighting League owner Dana White slapping his wife up in a night club. pic.twitter.com/PBXagE3Fi4— The World Famous MVO (Matt) (@izdatyofaceee) January 3, 2023 Í samtali við TMZ segir Dana að hegðun hans á myndskeiðinu sé óafsakanleg. „Þið hafið heyrt mig segja það árum saman, það er engin afsökun fyrir því að slá konur, og nú er ég kominn hingað að ræða það,“ „Ég skammast mín. Það var klárlega mikið áfengi sem hafði áhrif, en það er engin afsökun. Ég get á engan hátt afsakað þetta,“ segir Dana White. Anne White tekur í sama streng. Hún segir atvikið vandræðalegt og slíkt hafi aldrei komið yfir áður. „Þetta er út úr karakter fyrir hann og hefur aldrei gerst áður. Því miður neyttum við bæði óhóflegs magns áfengis þetta kvöld og misstum stjórn,“ segir Anne. Ekki liggur fyrir hvort frekari eftirmálar verði af atvikinu.
MMA Bandaríkin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira