Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 09:10 Hess rukkaði aðstandendur látinna fyrir að brenna lík en seldi svo líkamshluta eins og handleggi, fótleggi, búk og höfuð á laun. Vísir/Getty Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira