Heilsuhagur-hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 5. janúar 2023 08:01 Á undanförnum árum hefur umræða almennings um heilbrigðismál aukist mikið samfara því að almenningur er almennt upplýstari um réttindi sín til heilbrigðisþjónustu. Fjöldi Almannaheillafélaga, með mismunandi hugmyndafræði, starfa í þágu sjúklinga og reyna að standa vörð um réttindi þeirra í frumskógi heilbrigðiskerfisins og hafa þannig tekið að sér að vera málsvari sjúklinga með misgóðum árangri þegar erfiðleikar steðja að. Heilbrigðisstefna til 2030 Fyrir rúmum þremur árum síðan var gefin út Heilbrigðisstefna til ársins 2030 á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hefur verið til umfjöllunar víða í samfélaginu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan sé einn af hornsteinum samfélagsins og flestir ef ekki allir þurfi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af því sem fjallað er um í þeirri áætlun eru gæði heilbrigðisþjónustunnar sem eru skilgreind út frá því að hversu miklu leyti þjónustan sem veitt er sé í samræmi við bestu þekkingu sem völ sé á. Öryggi í heilbrigðisþjónustu hefur verið skilgreint þannig að notandi hennar eigi ekki á hættu að hljóta skaða af meðferð sem er ætluð til að bæta heilsu hans eða lífsgæði. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu tengjast ótal þáttum hverju sinni og verður því að vera í stöðugri þróun. Upplýsingar um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu eru mikilvægar á öllum þjónustustigum heilbrigðisþjónustunnar. Eitt af því sem fjallað er um í Heilbrigðisstefnunni er virkni notenda. Þá er átt við þátttöku einstaklinga sjálfra í eigin heilbrigðisþjónustu, heilsulæsi og að notendakannanir séu lagðar reglulega fyrir og niðurstöðurnar notaðar í daglegt umbótastarf. Niðurstöður slíkra kannana þyrftu að vera sýnilegar og aðgengilegar öllum. Nú þremur árum síðar ber afarlítið á notenda könnunum í heilbrigðisþjónustu. Embætti umboðsmanns sjúklinga Fyrir Alþingi liggur þingsálykturnartillaga þar sem lagt er til að embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa mörg félagasamtök komið fram með tillögu um stofnun embætti umboðsmann sjúklinga. Áður hefur verið lögð fram slík þingsályktunartillaga án árangurs. Óskað var eftir umsögn alls 36 aðila frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum en aðeins 11 sáu sér fært að svara kallinu. Hvorki, LSH, SAk né Læknafélag Íslands svöruðu þessu mikilvæga málefni. Í ljósi sögunnar telst því frekar ólíklegt að slík tillaga sem lögð er fram af minnihlutanum nái fram að ganga. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verða fyrir einhverskonar óhappi eða mistökum sem flokkast undir óvænt atvik. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er í brennidepli víða um heim og þess vegna eru þessi hugtök nátengd þar sem öryggi þjónustu hefur áhrif á gæði hennar. Það ætti því að vera ljóst að það sárlega vantar tengilið sem leiðbeinir sjúklingum og tryggir upplýsingaflæði til þeirra. Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað Almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri Almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við teljum mikilvægt að skjólstæðingar fái verkfæri og stuðning til að vera virkir þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Íslandi. Flest bendir til þess að álag á þjónustuna muni aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Af þeim ástæðum teljum við gríðarlega mikilvægt að hagsmunasamtök með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og um leið gera almenning virkari þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu séu til staðar. Ávinningurinn af auknum gæðum og öryggi ætti að vera öllum ljós bæði þiggjendum og veitendum heilbrigðisþjónustunarinnar. Með góðri samvinnu og þátttöku allra aðila, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnvalda og viðurkenningu sjónarmiða allra eykst öryggismenning til hagsbóta fyrir alla aðila. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og stofnendur Heilsuhags- hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu: Málfríður Stefanía Þórðardóttir Gyða Ölvisdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða almennings um heilbrigðismál aukist mikið samfara því að almenningur er almennt upplýstari um réttindi sín til heilbrigðisþjónustu. Fjöldi Almannaheillafélaga, með mismunandi hugmyndafræði, starfa í þágu sjúklinga og reyna að standa vörð um réttindi þeirra í frumskógi heilbrigðiskerfisins og hafa þannig tekið að sér að vera málsvari sjúklinga með misgóðum árangri þegar erfiðleikar steðja að. Heilbrigðisstefna til 2030 Fyrir rúmum þremur árum síðan var gefin út Heilbrigðisstefna til ársins 2030 á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hefur verið til umfjöllunar víða í samfélaginu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan sé einn af hornsteinum samfélagsins og flestir ef ekki allir þurfi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af því sem fjallað er um í þeirri áætlun eru gæði heilbrigðisþjónustunnar sem eru skilgreind út frá því að hversu miklu leyti þjónustan sem veitt er sé í samræmi við bestu þekkingu sem völ sé á. Öryggi í heilbrigðisþjónustu hefur verið skilgreint þannig að notandi hennar eigi ekki á hættu að hljóta skaða af meðferð sem er ætluð til að bæta heilsu hans eða lífsgæði. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu tengjast ótal þáttum hverju sinni og verður því að vera í stöðugri þróun. Upplýsingar um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu eru mikilvægar á öllum þjónustustigum heilbrigðisþjónustunnar. Eitt af því sem fjallað er um í Heilbrigðisstefnunni er virkni notenda. Þá er átt við þátttöku einstaklinga sjálfra í eigin heilbrigðisþjónustu, heilsulæsi og að notendakannanir séu lagðar reglulega fyrir og niðurstöðurnar notaðar í daglegt umbótastarf. Niðurstöður slíkra kannana þyrftu að vera sýnilegar og aðgengilegar öllum. Nú þremur árum síðar ber afarlítið á notenda könnunum í heilbrigðisþjónustu. Embætti umboðsmanns sjúklinga Fyrir Alþingi liggur þingsálykturnartillaga þar sem lagt er til að embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa mörg félagasamtök komið fram með tillögu um stofnun embætti umboðsmann sjúklinga. Áður hefur verið lögð fram slík þingsályktunartillaga án árangurs. Óskað var eftir umsögn alls 36 aðila frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum en aðeins 11 sáu sér fært að svara kallinu. Hvorki, LSH, SAk né Læknafélag Íslands svöruðu þessu mikilvæga málefni. Í ljósi sögunnar telst því frekar ólíklegt að slík tillaga sem lögð er fram af minnihlutanum nái fram að ganga. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verða fyrir einhverskonar óhappi eða mistökum sem flokkast undir óvænt atvik. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er í brennidepli víða um heim og þess vegna eru þessi hugtök nátengd þar sem öryggi þjónustu hefur áhrif á gæði hennar. Það ætti því að vera ljóst að það sárlega vantar tengilið sem leiðbeinir sjúklingum og tryggir upplýsingaflæði til þeirra. Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað Almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri Almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við teljum mikilvægt að skjólstæðingar fái verkfæri og stuðning til að vera virkir þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Íslandi. Flest bendir til þess að álag á þjónustuna muni aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Af þeim ástæðum teljum við gríðarlega mikilvægt að hagsmunasamtök með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og um leið gera almenning virkari þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu séu til staðar. Ávinningurinn af auknum gæðum og öryggi ætti að vera öllum ljós bæði þiggjendum og veitendum heilbrigðisþjónustunarinnar. Með góðri samvinnu og þátttöku allra aðila, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnvalda og viðurkenningu sjónarmiða allra eykst öryggismenning til hagsbóta fyrir alla aðila. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og stofnendur Heilsuhags- hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu: Málfríður Stefanía Þórðardóttir Gyða Ölvisdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun