Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 08:58 Mæðgur leggja blóm og tuskudýr við heimili fjölskyldunnar þar sem morðin voru framin. Fjölskyldan var virk í starfi mormónakirkjunnar og þekkt í bæjarlífinu. AP/Laura Seitz/The Deseret News Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25