Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 20:20 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans. Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans.
Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09